Helga Íslandsmeistari í skeet Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 13. ágúst 2016 18:58

2016ISLMOT123KV2016ISLMOTHELGAJOHÍslandsmótið í haglabyssugreininni skeet fer fram á Iðavöllum í Hafnarfirði um helgina. Keppni í kvennaflokki lauk í dag og varð Helga Jóhannsdóttir úr SÍH Íslandsmeistari. Í öðru sæti varð Snjólaug M.Jónsdóttir úr MAV og í þriðja sæti Dagný H. Hinriksdóttir úr SR. Sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar (SÍH) varð Íslandmsiestari í liðakeppninni en hana skipuðu ásamt Helga Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir og Anný B. Guðmundsdóttir. Önnur varð sveit Skotfélags Reykjavíkur (SR)  Dagný H. Hinriksdóttir, Eva Ó. Skaftadóttir og Sigurveig Björgólfsdóttir. Í þriðja sæti var sveit Skotfélagsins Markviss (MAV) Snjólaug M. Jónsdóttir, Jóna P.T.Jakobsdóttir og Bjarnþóra M. Pálsdóttir. Keppni í karlaflokki lýkur á morgun en staðan eftir fyrri dag er þannig að Örn Valdimarsson og Sigurður Unnar Hauksson úr SR eru jafnir með 68 stig, Snorri J.Valsson úr SFS er með 67 stig, Hákon Þ.Svavarsson úr SFS er með 66 stig, Jakob Þ.Leifsson úr SÍH með 65 stig og Guðmann Jónasson úr MAV með 64 stig. Keppni þeirra heldur áfram í fyrramálið.

AddThis Social Bookmark Button