Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð í dag Íslandsmeistari í karlaflokki í haglabyssugreininni Skeet. Annar varð Örn Valdimarsson úr SR (114+11/12) og í þriðja sæti Hákon Þ.Svavarsson úr SFS (105+13/14). Í unglingaflokki varð Marinó Eggertsson úr SÍH (90) Íslandsmeistari. Í öldungaflokki varð Gunnar Sigurðsson úr SR ( 74) Íslandsmeistari. Íslandsmeistari í liðakeppni varð A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 316 stig (Örn Valdimarsson 114,Sigurður U.Hauksson 114, Kjartan Ö.Kjartansson 88). Í öðru sæti varð A-sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með 286 stig (Hörður Sigurðsson 95, Marinó Eggertsson 90, Jakob Þ.Leifsson 101) og í þriðja sæti B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 253 stig (Guðmundur Pálsson 101, Gunnar Sigurðsson 78, Halldór Helgason 74).