Mánudagur, 15. ágúst 2016 20:09 |
Hið árlega Big-Bore riffilmót Hlað fór fram í kvöld. Ágæt mæting var og allar 18 brautirnar uppteknar í riffilskýlinu. Sigurvegari varð Arnfinnur A. Jónsson, Eiríkur Björnsson varð annar og í þriðja sæti hafnaði Theodór Kjartansson. Keppt var með rifflum með yfir 8mm hlaupvídd á 100 metra færi, standandi og skaut hver maður 10 skotum.
|