Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar varð í dag Bikarmeistari STÍ í Skeet. Keppnin fór fram á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Hún endaði með 46 stig+8+8. Önnur varð Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV með 47 stig+7+7 og í þriðja sæti varð Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 42 stig+6+7. Keppni í karlaflokki heldur áfram á morgun og eins í Reykjavík Open. Staðan þar er þannig að Örn Valdimarsson úr SR leiðir með 68 stig, annar er Hákon Þ. Svavarsson úr SFS með 65 stig og í þriðja sæti er Sigurður U. Hauksson úr SR með 63 stig.