Ásgeir vann báðar viðureignir sína í Þýskalandi Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 28. nóvember 2016 07:32

2015 asgeirbliga2015Ásgeir Sigurgeirsson keppti á laugardaginn með liði sínu TSV Ötlingen í Þýsku Bundesligunni. Hann sigraði enn og aftur, í þetta skiptið Tyrkneska landsliðsmanninn Ustaoglu, Abdullah. Þeir voru jafnir að stigum í lok keppninnar kom því tilbráðabana til að skera úr um hvor þeirra færi með sigur. Ásgeir gerði sér lítið fyrir og vann ! Ásgeir var því miður sá eini í TSV Ötlingen sem vann sína viðureign og var niðurstaðan 1-4 sigur Sgi Waldenburg. Á sunnudeginum lauk hann sjöundu keppninni í Bundesliegunni með liði sínu TSV Ötlingen með sigri á Michael Schwald, Þýskum landsliðsmanni og Evrópumeistara unglinga 2012 í FP. Hann hefur hingað til keppt sem fyrsti keppandi fyrir lið sitt í öllum keppnum á yfirstandandi tímabili og unnið þær allar !

AddThis Social Bookmark Button