Ásgeir að keppa í Þýskalandi Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 26. janúar 2018 09:53

hncup2018 logohn2018stadaday1qualÁsgeir Sigurgeirsson skammbyssuskytta er nú að keppa á einu sterkasta móti ársins í loftskammbyssu. Mótið kallast H&N Cup og er haldið árlega í München. Hann keppir bæði í dag sem og á morgun, laugardag. Hægt verður að fylgjast með skorinu á þessari slóð.

UPPFÆRT: Ásgeir er kominn í 8.manna úrslit í dag. Finalinn hefst kl.17:00 að okkar tíma.

UPPFÆRT: Ásgeir endaði í 6.sæti en þess má geta að keppendur voru 100 talsins.
Skorið í undankeppninni hjá honum var 579 stig (99-95-96-98-96-95). Hann keppir svo aftur á morgun.

AddThis Social Bookmark Button