Guðmundur Helgi og Jórunn Íslandsmeistarar í dag - Síða 2 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 05. maí 2018 17:31
Atriðaskrá greina
Guðmundur Helgi og Jórunn Íslandsmeistarar í dag
Síða 2
Allar síður

Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í opnum karlaflokki á Íslandsmeistaramótinu í 50m liggjandi riffli sem fram fór í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 5. maí en skor Guðmundar Helga var 616,8 stig. Arnfinnur Auðunn Jónsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs var annar með 611,9 stig og Jón Þór Sigurðsson, einnig úr SFK, varð þriðji með 611,6 stig.

 

Í liðakeppni Karlaflokksins varð A sveit SFK íslandsmeistari á 1816,5 stigum. Sveitina skipuðu þeir Arnfinnur og Jón Þór auk Hans Jörgens Hansen. Í öðru sæti liðakeppninnar varð A sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar. Þá sveit skipuðu Valur Richter, Ívar Már Valsson og Guðmundur Valdimarsson. A sveit SR varð í þriðja sæti liðakeppninnar. Sveit SR var skipuð Guðmundi Helga Christensen, Þorsteini B. Bjarnarsyni og Jóni Árna Þórissyni.

Í Meistaraflokki karla urðu úrslitin þau sömu og í opna karlaflokkinum.
Í 1. flokki karla varð Guðmundur Valdimarsson, SÍ, Íslandsmeistari. Valur Richter, SÍ, varð annar og Þorsteinn B. Bjarnarson, SR, þriðji.

Í 2. flokki hampaði Hans Jörgen Hansen, SFK, Íslandsmeistaratitlinum. Þórir Kristinsson, SR, varð annar og Bjarni Sigurðsson, Skotdeild Keflavíkur, varð í þriðja sæti.

Í 3. flokki varð Erling Þ. Kristjánsson, SÍ, Íslandsmeistari. Ingvar Bremnes, einnig úr SÍ, varð annar og Jón Árni Þórisson, SR, varð þriðji.

Guðmundur Ævar Guðmundsson varð Íslandsmeistari í 0 flokki. Hálfdán R Guðmundsson varð annar og Birgir Örn Sveinsson varð þriðji en þeir kepptu allir fyrir Skotíþróttafélag Kópavogs.

Jórunn Harðardóttir, SR, varð Íslandsmeistari kvenna í opnum flokki með 603,8 stig. Bára Einarsdóttir, SFK varð í öðru sæti með 599,7 stig en þær stöllur skipuðu einnig sömu sæti í meistaraflokki kvenna. Guðrún Hafberg,SFK, varð þriðja í opna flokkinum með 581,0 stig en Guðrún varð jafnframt Íslandsmeistari í 2. flokki.

Margrét L. Alfreðsdóttir, SFK, varð Íslandsmeistari í 1. flokki kvenna.

A sveit Skotíþróttafélags Kópavogs varð íslandsmeistari í liðakeppni kvenna. Skor sveitarinnar var 1755,4 stig en sveitina skipuðu þær Bára, Guðrún og Margrét.

Jón Þór Sigurðsson og Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs urðu Bikarmeistarar í 50m liggjandi riffli á keppnisárinu.

Mynd: JAK

AddThis Social Bookmark Button