Sunnudagur, 06. maí 2018 19:39 |
Íslandsmótið í Þrístöðuriffli 3x40skot fór fram í Egilshöllinni í dag. Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur setti nýtt Íslandsmet í kvennaflokki, 1,081 stig og varð Íslandsmeistari, Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs varð önnur með 1,043 stig og Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs varð í 3ja sæti með 975 stig. Sveit Skotíþróttafélags Kópavogs varð Íslandsmeistari í kvennaflokki með 2,874 stig en sveitina skipuðu þær Bára og Guðrún ásamt Margréti L. Alfreðsdóttur.
Í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 1,076 stig, Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur varð annar með 1,017 stig og þriðji varð Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 967 stig. Sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 2,827 stig en sveitina skipuðu þeir Valur Richter, Leifur Bremnes og Ívar M. Valsson. Eins voru krýndir Íslandmeistarar í hverjum flokki en nánar má sjá úrslitin á úrtslitasíðunni á www.sti.is
|