Laugardagur, 07. september 2019 13:51 |
Staðan á Íslandsmótinu í Bench Rest eftir fyrri daginn liggur nú fyrir, en í dag var keppt á 100 metra færi. Jón B. Kristjánsson úr MAV frá Blönduósi er efstur með 250 stig og 13 X-ur, annar er Finnur Steingrímsson úr Skotfélagi Akureyrar einnig með 250 stig og 13 X-ur, en Jón náði fyrr X-tíu. Þriðji er svo Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur með 249 stig og 16 X-ur. Á morgun er svo keppt á 200 metra færi og Íslandsmeistaratitilinn hlýtur sá sem er efstur í samanlögðu
|