Sunnudagur, 19. júlí 2009 18:38 |
Þá er mótinu á Blönduósi lokið og endaði Örn á því að skjóta meistaraflokksárangur, 115 dúfur en aðeins 17 í úrslitunum. Við það féll hann niður í 3ja sæti. Liðið okkar með þá Örn, Þorgeir Þorgeirsson og Svafar Ragnarsson hafnaði í öðru sæti í liðakeppninni. Nánar um mótið á www.sti.is
|