Laugardagur, 25. júlí 2009 16:34 |
Ásgeir Sigurgeirsson keppti í tveimur mótum í dag í Frjálsri Skammbyssu. Hann notar rússneska TOZ-35 skammbyssu, einskota og cal.22lr. Mótið er í Uppsölum og sigraði hann fyrra mótið með skor uppá 550 stig, sem er hans besti árangur í móti, og hafnaði svo í öðru sæti á seinna mótinu með 532 stig. Á morgun verða einnig tvö mót og bíðum við spennt eftir úrslitum úr þeim.
|