Sunnudagur, 26. júlí 2009 18:46 |
Riffilmóti Hlað og Norma sem haldið var á Álfsnesi í dag er lokið. - ÚRSLIT
Sigurvegari varð Eiríkur Björnsson með 175 stig af 200 mögulegum. Annar varð Arnfinnur Jónsson með 171 stig (5x-tíur) og Hjörleifur Hilmarsson þriðji, einnig með 171 stig en með 4x-tíur. Fjórði varð Bragi Þór Jónsson einnig með 171 stig en með færri tíur en hinir. Eiríkur Jónsson átti bestu skífuna en hann fékk fullt hús á 300 metra færinu, 100 stig. Skotið var 10 skotum á 100 metra færi standandi og svo 10 skotum á 300 metra færi af borði. Eingöngu mátti nota NORMA verksmiðjuskot í cal. 6,5x55 og .308WIN. Menn höfðu 15 mínútur til að skjóta hverjum 10 skotum. Alls tók 21 keppandi þátt að þessu sinni. Myndir frá mótinu eru komnar hérna.
|