NÝTT Íslandsmet hjá Ásgeiri í dag !!! Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 14. nóvember 2009 18:33

Ásgeir SigurgÁsgeir Sigurgeirssoneirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur bætti í dag Íslandsmet sitt í loftskammbyssu um heil 5 stig.

 Hann skaut 586 stig í aðalkeppninni og bætti svo um betur og skaut 99,4 í úrslitunum (final) og bætti því heildarmetið líka eða alls 685,4 stig. Með þessu er hann að stimpla sig inn í hóp bestu skotmanna Evrópu. Þess má geta að danska metið með final er 679 stig en það sænska er aðeins hærra eða 686,7 stig en það met á tvöfaldur Ólympíumeistari þeirra Svía, Ragnar Skanaker.

 

Í öðru sæti varð Tómas Viderö úr Skotfélagi Kópavogs með 548+91,9=639,9 stig, en hann var að keppa á sínu öðru stóra móti og því um afar efnilegan skotmann að ræða þar, og í þriðja sæti varð hinn aldni Guðmundur Kr Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur með 537+92,9=629,9 stig, eftir afar spennandi keppni við Guðmund Sigurðsson frá Skotfélagi Akraness sem endaði í 5.sæti með 627,3 stig og Finn Steingrímsson úr Skotfélagi Akureyrar, sem hafnaði í 4.sæti með 627,9 stig.

Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir á 355+99,3=454,3 stig, í öðru sæti varð Inga Birna Erlingsdóttir með 311+91,5=402,5 stig.  Í þriðja sæti varð Jóhanna Gestsdóttir úr Skotfélagi Akraness.

Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen með 560 stig en í öðru sæti varð Sigfús Tryggvi Blumenstein með 517 stig.

Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,649 stig með þá Ásgeir Sigurgeirsson, Guðmund Kr.Gíslason og Gunnar Þ.Hallbergsson innanborðs. Í öðru sæti varð A-sveit Skotfélags Akraness með 1,557 stig en í sveitinni voru Jóns S.Ólason, Guðmundur Sigurðsson og Daníel Binkowski. Í þriðja sæti varð svo B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,538 stig en í leirri sveit voru Jón Árni Þórisson, Karl Kristinsson og Guðmundur H. Christensen.

Myndir frá mótinu koma seinna í kvöld og eins eru úrslit mótsins komin hérna. 

AddThis Social Bookmark Button