Laugardagur, 05. desember 2009 22:54 |
Meðan félagið hafði aðstöðuna í Leirdal var haldið mót í haglabyssugreininni Skeet á hverju ári. Mótið var kallað ÁRAMÓTIÐ og var haldið á Gamlársdag. Þetta mót var ávallt síðasta íþróttamótið sem haldið var á landinu á hverju ári.
Nú hefur verið ákveðið að endurvekja það og verður það nú haldið 31. desember n.k.. Keppnin hefst uppúr kl.10 að morgni (fer eftir veðurlagi) svo fremi sem leyfi fáist hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, annars kl.12:00. Skotnir verða tveir hringir, 50 dúfur og svo final að því loknu. Eins er í bígerð að halda mót í riffilskotfimi á sama tíma og verður það kynnt á næstu dögum. Það verður því fullt að gerast á Álfsnesi á Gamlársdag og hvetjum við alla skotmenn til að skrá sig á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
og gera sig klára fyrir átökin á síðasta degi ársins. Reikna má með að verðlaun verði vegleg einsog var á árum áður. Benda má á, að gamlar myndir frá starfi SR eru að koma inná netið hérna.
|