Áramót Rifflanefndar Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 09. desember 2009 22:38

Rifflanefnd Skotfélags Reykjavíkur heldur skotmót Fimmtudaginn 31.desember á svæði félagsins á Álfsnesi. Vegna takmarkaðs birtutíma þurfa menn að vera tilbúnir að hefja keppni kl 11:30. Keppni ætti að ljúka upp úr kl 14.

 

Skotnar verða sex 5 skota hrinur þar sem fyrsta hrinan stendur yfir í 7 mínútur og þar með gefst mönnum tækifæri á að stilla sjónaukana á þeim tíma og verða úrslit þeirrar hrinu ekki talin með í heilda úrslitunum. Aðrar hrinur verða 5 mínútur.   

Skotið  verður af resti á 300 metra færi á „hunter for score“ skotskífur og ræður stigafjöldi úrslitum. Skotin verða samtals 25 skot en skjóta má eins mörgum „sighterum“ á til þess gerða skífu og menn vilja. Engar takmarkanir verða á búnaði eða caliberum en musslebreak verða bönnuð sökum hávaða innandyra.  

Mót þetta er fyrst og fremst til gamans gert en gæti hugsanlega orðið  vísir að einhverju meira í starfi félagsins næsta sumar ef áhugi er fyrir hendi. Líta má á mót þetta sem góðan vettvang fyrir menn með áhuga á riffilskotfimi að hittast, bera saman bækur sínar og læra eitthvað nýtt hver af öðrum.      

Verðlaun verða ekki vegleg en sigurvegarinn hefur rétt á því að kalla sig „Árinn sjálfur“ ef hann svo kýs. Ef hann kýs svo ekki eru örugglega einhverjir aðrir sem gera það fyrir hann. 

Skráning er ekki nauðsynleg en þeir sem áhuga hafa eða hafa einhverjar frekari spurningar eru beðnir að hafa samband með tölvupósti á :  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . þannig að hægt sé að átta sig á fyrirhugaðri þátttöku.  

Fyrir hönd rifflanefndar, bestu kveðjur,

Bergur Arthursson

AddThis Social Bookmark Button