Þriðjudagur, 29. desember 2009 22:30 |
Í kvöld var 3.umferð í sænska loftskammbyssumótinu skotin í Egilshöllinni. Ásgeir Sigurgeirsson skaut þar sínum 40 skotum og endaði í 393 stigum en þess má til gamans geta að það skor er jafnt gildandi heimsmeti í kvennaflokki. Þessi árangur er hreint út sagt frábær og gefu vísbendingar um að "Liston" sé í svaka formi. Önnur úrslit verða svo birt hérna síðar.
|