Ásgeir lenti í 23.sæti í USA Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 25. maí 2010 15:09
Ásgeiri gekk ágætlega í loftskammbyssunni í dag. Hann náði 573 stigum af 600 mögulegum og endaði í 23.sæti sem er auðvitað frábært. Hann vantaði aðeins 8 stig til að komast í úrslit. Skorin má skoða hérna. Nú bíðum bara eftir helginni en þá keppir hann í Fríbyssunni. Fréttastofan mun koma með nánari tímasetningar innan skamms.
AddThis Social Bookmark Button