Áramótin heppnuðust mjög vel Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 01. janúar 2011 14:42

Á Gamlársdag hélt félagið hin árlegu Áramót í riffli Bench-Rest og Ólympískri Skeet-haglabyssu. 40 keppendur mættu og spreyttu sig við fínar aðstæður. Áramótið á sér langa hefð og var, og er, ávallt síðasta íþróttamótið sem haldið er af aðildarfélögum Íþróttabandalags Reykjavíkur á hverju ári.  Í fyrra var ákveðið að halda mótið einnig í riffilkeppni og hefur það mælst afar vel fyrir. Reyndar fór aðeins að blása og kólna þegar á leið en allir höfðu gaman af. Úrsilt eru nánar hérna í haglabyssunni og hérna í rifflinum. Myndir frá verðlaunaafhendingunni eru svo hérna.

AddThis Social Bookmark Button