Miðvikudagur, 12. janúar 2011 17:55 |
Tómas Viderö sigraði á loftskammbyssumótinu á laugardaginn. Ásgeir Sigurgeirsson var með 575 stig fyrir úrslitin en Tómas 573 stig. Að loknum final var Tómas 0,1 stigi á undan Ásgeiri. Jórunn Harðardóttir sigraði í kvennaflokki með 369 stig. Guðmundur Helgi Christensen vann svo í loftriffli með 564 stig. Í liðakeppninni sigraði okkar lið með þá Ásgeir,Benedikt og Jodda innanborðs. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði svo Íslandsmet sitt í Frjálsri skammbyssu á landsmótinu í Digranesi á sunnudeginum, 555 stig. Í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir með 499 stig og í því 3ja Guðmundur Helgi Christensen með 465 stig. Einnig var keppt í Staðlaðri skammbyssu og þar sigraði Karl Kristinsson með 507 stig. Í öðru sæti varð gamla kempan Gunnar Sigurðsson með 455 stig og í þriðja sæti hafnaði svo gítarleikarinn Jón Árni Þórisson með 453 stig.
|