Laugardagur, 09. apríl 2011 01:58 |
Ásgeir Sigurgeirsson hafnaði í 12.sæti á heimsbikarmótinu í Kóreu í nótt í Frjálsri skammbyssu. Hann bætti jafnframt eigið Íslandsmet sem hann setti í Svíþjóð fyrir tveimur árum, 555 stig í 561 stig. Hreint frábær árangur hjá honum og munaði engu að hann kæmist í 8 manna úrslit. Þeir voru 5 jafnir með 561 stig í 9.-14.sæti en síðasti maður inní úrslit var með 563 stig. Hrinurnar voru einnig afar afar góðar 91-92-94-95-94-95. Þess má einnig geta að hann er með flensu og kemur því árangur hans þægilega á óvart. Nú er bara að vona að hann nái sér vel á strik í Loftskammbyssukeppninni sem hefst á miðnætti sunnudagskvöldsins. Þetta er langbesti árangur Íslendings á heimbikarmótum frá upphafi. Ásgeir er aðeins 26 ára gamall og á því framtíðina fyrir sér.
|