Laugardagur, 30. apríl 2011 18:36 |
Íslandsmótinu í loftbyssugreinunum er nú lokið. Steinunn Guðmundsdóttir úr SKA setti nýtt Íslandsmet í unglingaflokki kvenna í loftskammbyssu, bæði með og án final, Númi Ólafsson úr SFK jafnaði Íslandsmetið í unglingaflokki án final og svo setti kvennasveit SR Íslandsmet í loftskammbyssu. Í loftskammbyssu karla varð Ásgeir Sigurgeirsson Íslandsmeistari, í loftskammbyssu kvenna Jórunn Harðardóttir, í loftriffli karla Guðmundur Helgi Christensen, í loftriffli kvenna Íris Eva Einarsdóttir, í liðakeppni karla A-sveit Skotfelags Reykjavíkur (Ásgeir Sigurgeirsson,Guðmundur Kr.Gíslason,Guðmundur H.Christensen), í liðakeppni kvenna A-sveit Skotfélags Reykjavíkur (Jórunn Harðardóttir,Kristína Sigurðardóttir,Inga Birna Erlingsdóttir). Eins voru krýndir Íslandsmeistarar í öllum flokkum karla og kvenna. Myndir eru hérna.
|