Miðvikudagur, 04. maí 2011 07:02 |
Evrópska skotsambandið var að gefa út nýjan stöðulista í morgun. Ásgeir Sigurgeirsson tók stökk á listanum yfir bestu skotmenn Evrópu í frjálsri skammbyssu og er nú kominn uppí 19.sæti. Þetta er besta staða íslensks skotmanns í Evrópu frá upphafi mælinga. Hann er langfremstur Norðurlandabúa en næstur þeirra er Finni í 40.sæti. Framundan hjá Ásgeiri er þátttaka á heimsbikarmóti í Bandaríkjunum um miðjan Maí og eins á heimbikarmótinu í Þýskalandi í júní. Einnig er hann að fara á Smáþjóðaleikana í Liechtenstein í byrjun júní.
|