Sunnudagur, 05. júní 2011 17:22 |
A-sveit okkar setti nýtt Íslandsmet á Landsmótinu í dag, 335 stig. Í sveitinni voru þeir Örn Valdimarsson(117), Stefán G. Örlygsson(108) og Þorgeir M. Þorgeirsson(110). Í einstaklingskeppninni sigraði okkar maður Örn Valdimarsson(117+22) eftir bráðabana við Pétur T. Gunnarsson(118+21) úr SÍH. Í þriðja sæti varð Stefán G. Örlygsson SR (108+24), í fjórða Þorgeir M. Þorgeirsson SR (110+18), fimmti Guðmann Jónasson MAV (100+24) og 6.sæti Jóhannes P.Héðinsson SFS(100+15). Í unglingaflokki sigraði okkar maður Óskar R.Karlsson(89). Í öldungaflokki sigraði einnig okkar maður, Gunnar Sigurðsson(88). Nánari úrslit á úrslitasíðu STÍ og eins koma myndir fljótlega hérna frá degi 2. Myndir frá degi 1 eru svo hérna.
|