Föstudagur, 12. ágúst 2011 12:01 |
Þá hafa Íslendingarnir lokið keppni á EM í Serbíu. Örn Valdimarsson hafnaði í 79.sæti með 104 stig (21 22 20 22 19) og Sigurþór Jóhannesson endaði í 72.sæti með 113 stig (24 22 24 23 20). Keppni um efstu sætin er afar hörð og eru 7 keppendur jafnir í 1.til 7.sæti með 124 stig (af 125 mögulegum). Aðeins komast 6 í final og því er haldinn bráðabani um sæti í úrslitunum.
|