Þriðjudagur, 13. september 2011 09:23 |
Öddi var með 24 í fyrri hringnum í morgun og því kominn með 96 alls. Hann er sem stendur í 52.sæti af 122 keppendum. Skorið er mjög gott 25 25 22 24, hann hefur því misst 4 dúfur, dobblið á palli 3, turninn á áttunni og fyrri dúfuna í dobblinu á palli 4. Bíðum spennt eftir lokahringnum. Þess má geta að Íslandsmetið er 119 dúfur og þarf Örn því að skjóta 23 til að jafna það.
|