Fimmtudagur, 01. desember 2011 23:23 |
Á landsmóti STÍ um síðustu helgi sigraði Karl Kristinsson úr SR í karlaflokki og Jórunn Harðardóttir í kvennaflokki, bæði með 494 stig. Í öðru sæti varð Jón Árni Þórisson úr SR einnig með 494 stig og í 3ja sæti varð Kolbeinn Björgvinsson úr SR með 463 stig. Í kvennaflokki hafnaði Þórhildur Jónasdóttir í 2.sæti með 378 stig.
|