Laugardagur, 14. janúar 2012 19:13 |
Á landsmótinu í Egilshöllinni í dag sigraði Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu karla með 584 stig + 100,4 ífinal eða alls 684,4 stig, aðeins 1 stigi frá Íslandsmeti sínu. Hann er greinilega í hörkuformi og verður spennandi að sjá hvernig honum gengur á stórmótinu í Þýskalandi í lok mánaðarins og á Evrópumeistaramótinu í Finnlandi í febrúar. Þar mun skýrast hvort hann komist inná næstu Ólympíuleika. Í öðru sæti varð Thomas Viderö með 659,1 stig og Stefán Sigurðsson þriðji með 629,7 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir með 456,3 stig og Kristína Sigurðardóttir varð í öðru sæti með 442,8 en Berglind Björgvinsdóttir varð þriðja með 442,4. A-lið Skotfélags Reykjavíkur sigraði í liðakeppni karla, sveit SFK varð í öðru sæti og B-sveit SR varð í þriðja sæti. í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen með 555 stig og í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir með 346 stig. MYNDIR KOMNAR HÉR /gkg
|