Föstudagur, 27. janúar 2012 17:31 |
Ásgeir Sigurgeirsson náði silfurverðlaunum á stórmótinu IWK í München í Þýskalandi í dag. Hann skaut frábærlega í úrslitunum með 101,7 stig + 583 í undankeppninni og endaði því með 684,7 stig. Sigurvegarinn varð Oleg Omelchuk frá Úkraínu var með 687.2 stig en hann er í 7.sæti á heimslistanum, Andrija Zlatic frá Serbíu varð í 3ja sæti með 684,3 stig en hann er í öðru sæti á heimslistanum. Það verður gaman að sjá hvað Ásgeir gerir svo á mótinu á morgun. Í 4.sæti varð Yusuf Dikec frá Tyrklandi sem er í 3.sæti á heimslistanum, fimmti varð Juraj Tuzinsky frá Slóvakíu sem er í 20.sæti heimslistans, Ivan Bidnyak frá Úkraínu varð sjötti en hann er í 18.sæti listans, Damir Mikec frá Serbíu varð sjöundi en hann er í 14.sæti heimslistans og Tomoyuki Matsuda frá Japan varð svo í áttunda sæti en hann er í 4.sæti heimslistans. Ásgeir er sem stendur í 63.sæti listans í loftskammbyssu. Þess má einnig geta að allir keppinautar Ásgeirs í úrslitunum eru búnir að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London í ágúst ! /gkg /
|