Laugardagur, 28. janúar 2012 14:07 |
Ásgeir endaði mótið í dag á 579 stigum og var aðeins einu stigi frá því að komast í úrslit. Frábær árangur hjá honum á þessum tveimur mótum í Þýskalandi og vonandi að það efli hann fyrir átökin á Evrópumeistaramótinu í Finnlandi í febrúar. Skorið var alveg frábært í dag, 95 97 100 98 96 93 og 22x-tíur. Hann endaði í 13.sæti á þessu gríðarsterka móti en keppendur voru alls 83 talsins.
|