Íris Eva sló Íslandsmetið í Loftriffli Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 08. febrúar 2012 22:43


iriseva2012Á Reykjavíkurmótinu sem var haldið í Egilshöllinni í dag setti Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur nýtt Íslandsmet í loftriffli 383 stig af 400 mögulegum !  Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen SR með 559 stig og Sigfús Tryggvi Blumenstein SR varð annar með 522 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson SR með 585 stig en Íslandsmet hans er 586 stig ! Í öðru sæti varð Tómas Viderö SFK með 569 stig og Gunnar Þór Hallbergsson SR varð þriðji með 546 stig. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir SR með 371 stig, önnur varð Kristína Sigurðardóttir SR með 362 stig og í þriðja sæti Berglind Björgvinsdóttir SKA með 346 stig. /gkg

AddThis Social Bookmark Button