Ásgeir keppir á Evrópumeistaramótinu á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 14. febrúar 2012 17:38

Ásgeir Sigurgeirsson keppir á Evrópumeistaramótinu í loftskammbyssu á laugardaginn. Mótið fer fram í Finnlandi. Nánar á heimasíðu mótshaldara. Hægt verður að fylgjast með skorinu í keppninni í beinni hérna. Ásgeir byrjar kl. 11:00 að staðartíma eða kl. 09:00 að íslenskum tíma. Úrslitin eru svo kl. 14:30 að staðartíma eða kl. 12:30 að íslenskum tíma. Ef Ásgeir lendir í hópi fjögurra efstu tryggir hann sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London í ágúst.

 

 

AddThis Social Bookmark Button