A-liðið sigraði á Landsmótinu á Húsavík Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 16. júlí 2012 11:14

 skeet skh 15 julA-liðið okkar sigraði á Landsmótinu í skeet sem haldið var á Húsavík um helgina. Liðið var skipað þeim Ellerti Aðalsteinssyni, Stefáni G. Örlygssyni og Erni Valdimarssyni.Sigurvegari í einstaklingskeppninni varð Sigurður U. Hauksson frá Húsavík á nýju Íslandsmeti unglinga, 115+22=137 stig. Í úrslitunum áttum við 4 af 6 keppendum, Ellert varð í örðu sæti, Stefán í 3ja sæti, Þorgeir M.Þorgeirsson í fimmta sæti og í sjötta og síðasta sæti í úrlsitunum hafnaði Guðmundur Pálsson. Keppendur SR komu heim með 4 gull, 2 silfur og 2 brons. Gull vannst í Liðakeppni. Silfur og brons fyrir Fyrsta og Annað sætið í mótinu. Gull, silfur og brons í fyrsta flokki. Gull í öðrum flokki og Gull í O flokki. úrslit eru annars á úrslitasíðu STÍ og eins meira  um mótið á heimasíðu SKH.

AddThis Social Bookmark Button