Opið á laugardag á Álfsnesi og á mánudag í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 14. apríl 2021 15:13

Við opnum á laugardaginn á Álfsnesi og í Egilshöll á mánudaginn.

 

Til sambandsaðila ÍSÍ
Reykjavík,  14. apríl 2021

Ágætu félagar!
Heilbrigðisráðherra hefur nú gefið út nýja reglugerð sem tekur gildi 15. apríl og gildir til 5. maí nk.
Með henni eru gerðar verulegar tilslakanir á íþróttastarfi á ný og verður aftur opnað fyrir starfsemi sundstaða og líkamsræktarstöðva, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Helstu breytingar í reglugerð heilbrigðisráðherra sem snerta íþróttastarfið eru eftirfarandi:
• Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna verða heimilar og hámarksfjöldi þátttakenda miðast við 50 manns í rými. Heimilt verður að hafa allt að 100 áhorfendur á íþróttaviðburðum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem lúta að skráningu, eins meters nándarmörkum á milli ótengdra aðila og grímuskyldu. Einungis er heimilt að hafa tvö sótthólf fyrir að hámarki 100 áhorfendur í hvoru hólfi, á íþróttaviðburðum.
• Sund- og baðstaðir mega opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn fædd 2015 eða síðar telja ekki með í hámarksfjölda.
• Líkamsræktarstöðvar mega opna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, m.a. um sótthreinsun, skráningu í tíma, hólfun og 20 manna hámarksfjölda.
• Skíðasvæði mega opna fyrir 50% af hámarksfjölda gesta en þar verður að gæta að tveggja metra lágmarksfjarlægð og nota grímur sé ekki hægt að tryggja hana.
• Opinberir staðir mega taka á móti gestum, en hámarksfjöldi í rými er 20. Gæta þarf að tveggja metra lágmarksfjarlægð og nota grímur sé ekki hægt að tryggja hana.
Sjá frétt á vef heilbrigðisráðuneytis.
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra, sem gildir til 5. maí 2021.

AddThis Social Bookmark Button