|
Laugardagur, 08. febrúar 2014 14:40 |
|
  Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í úrslitunum í dag eftir harða rimmu við keppinauta sína. Hann endaði með 197,2 stig en Adrian Simms frá Englandi kom á hæla hans með 195,0 stig. Í undankeppninni skaut Ásgeir 582 stig. Öðrum íslenskum keppendum gekk upp og ofan en yfir heildina fínt mót hjá þeim. Íris og Jórunn kepptu í loftriffli morgun en áttu ekki sinn besta dag. Sama má segja um keppnina í loftskammbyssu kvenna og karla. Íslenskir keppendur á þessu móti voru Ásgeir Sigurgeirsson, Guðmundur Helgi Christensen, Thomas Viderö, Stefán Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Íris Eva Einarsdóttir, Jórunn Harðardóttir, Bára Einarsdóttir og Kristína Sigurðardóttir.
|
|
|
Laugardagur, 08. febrúar 2014 11:51 |
|
Úrslitin í loftskammbyssu karla hefjast kl. 14:00 og er hægt að fylgjast með hérna. Meðal keppenda er okkar maður, Ásgeir Sigurgeirsson, en hann tryggði sér sæti í úrslitum með því að vinna undankeppnina í morgun með 582 stigum.
|
|
Laugardagur, 08. febrúar 2014 11:16 |
|
Vegna hávaðaroks á Álfsnesi verða skotsvæðin lokuð í dag. Hviðurnar eru yfir 30 m/sek og jafn vindur um 20 m/sek, týpísk norðaustan átt á Álfsnesi.
|
|
Föstudagur, 07. febrúar 2014 17:27 |
|
 Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í loftskammbyssu, á alþjóðlega mótinu Inter-Shoot í Hollandi í dag. Hann komst í úrlsit með frábæru skori 588 stig, aðeins einu stigi frá Íslandsmeti sínu. Í úrslitunum skoraði hann 203,9 stig en næsti maður var með 198,6 stig. Frábær árangur hjá honum og óskum við honum til hamingju með gullið. /gkg
|
|
Föstudagur, 07. febrúar 2014 08:22 |
|
Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur bætti eigið Íslandsmet í loftriffli á alþjóðlega Inter-Shoot mótinu í Hollandi í morgun. Hún náði 409,4 stigum en gamla metið var 403,6 stig. Íris endaði í 9.sæti en var hársbreidd frá því að komast í úrslitin en skorti 0,1 stig til viðbótar. Á mótinu keppa 9 íslendingar í bæði loftriffli og loftskammbyssu. /gkg
|
|
Mánudagur, 03. febrúar 2014 09:37 |
|
Þjálfaranámskeið STÍ og ISSF fyrir verðandi haglabyssuþjálfara, verður haldið dagana 13.-16.febrúar kl. 09:00 - 17:00 alla dagana. Kennari er yfirmaður þjálfunarmála hjá ISSF, Kevin Kilty frá Írlandi og námskeiðið fer því fram á ensku. Þátttökugjald er kr. 30,000 en innifalin eru námsgögn, hádegsiverður og kaffiveitingar alla dagana. Hægt er að skrá sig beint hjá STÍ,
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
. Námskeiðið fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og lýkur með skriflegu prófi sem veitir D-réttindi sem grunnþjálfari í haglabyssu. Dagskrána má sjá hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 157 af 298 |