|
Mánudagur, 14. apríl 2014 17:23 |
|
TILKYNNING FRÁ STÍ: Stjórn STÍ samþykkti á fundi sínum í dag breytingu á mótaskrá að ósk Skotféloags Akureyrar. Af óviðráðanlegum orsökum verður að flytja Íslandsmótin sem vera áttu 14.-15.júní um eina helgi og verða þau þannig:
21. Júní 2014 Sport skammbyssa
22. Júní 2014 Gróf skammbyssa
|
|
|
Sunnudagur, 06. apríl 2014 19:33 |
|
Íslandsmótið í Frjálsri skammbyssu verður haldið í Digranesi á laugardaginn. Skráningu lýkur á þriðjudag.
|
|
Sunnudagur, 06. apríl 2014 19:31 |
|
Vormót í Loftskammbyssu og Loftriffli, fimmtudaginn 10.apríl. Opið er fyrir félagsmenn annarra félaga. Keppt verður í sameiginlegum flokkum karla og kvenna, 40 skot. Mæting kl.18:30 og má þá hefja undirbúning, en keppni hefst kl.19:00. Skráningargjald verður bakkelsi með kaffinu :) Â Skráningu þarf að senda á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
á þriðjudeginum fyrir mótin.
|
|
Laugardagur, 05. apríl 2014 20:59 |
|
 Jórunn Harðardóttir formaður Skotfélags Reykjavíkur setti í dag nýtt Íslandsmet á Íslandsmótinu í 60 skotum liggjandi sem haldið var í Digranesi í Kópavogi í dag. Skotserían hennar var sérlega glæsilega, 101,1-104,7-101,5-102,7-102,6-102,9 alls 615,5 stig. Þess má geta að Ólympíulágmarkið er 615,0 stig. Í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir með 601,7 stig. Í karlaflokki varð tónlistarmaðurinn Jón Þór Sigurðsson úr hljómsveitinni Diktu, Íslandsmeistari með 610,7 stig, annar varð margfaldur Íslandsmeistari Arnfinnur Jónsson með 610,2 stig og þriðji varð svo Stefán E. Jónsson með 607,2 stig. Í sveitakeppninni varð A-sveit Skotfélags Kópavogs Íslandmeistari. ÂÂ /gkg
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 152 af 298 |