Breyting á mótaskrá STÍ Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 14. apríl 2014 17:23

TILKYNNING FRÁ STÍ: Stjórn STÍ samþykkti á fundi sínum í dag breytingu á mótaskrá að ósk Skotféloags Akureyrar. Af óviðráðanlegum orsökum verður að flytja Íslandsmótin sem vera áttu 14.-15.júní um eina helgi og verða þau þannig:

21. Júní 2014 Sport skammbyssa

22. Júní 2014 Gróf skammbyssa

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir og A-liðið okkar Íslandsmeistarar í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 12. apríl 2014 14:58

2014 friblidsrislmot2014 frib123islmot2014 friburslislmotÍslandsmeistaramót STÍ í Frjálsri skammbyssu fór fram í dag. Ásgeir Sigurgeirsson úr SR varð Íslandsmeistari í einstaklingskeppninni, Stefán Sigurðsson úr SFK varð annar og Jórunn Harðardóttir, varð í þriðja sæti. Í liðakeppninni varð A-sveitin okkar Íslandsmeistari en hana skipuðu Ásgeir og Jórunn ásamt Guðmundi Kr. Gíslasyni. Í öðru sæti varð A-sveit SFK með Stefán Sigurðsson, Thomas Viderö og Karl Einarsson innanborðs. Í þriðja sæti hafnaði svo B-sveit SR en í henni voru Guðmundur H.Christensen, Engilbert Runólfsson og Jón Á.Þórisson.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íris og Ásgeir unnu í kvöld Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 10. apríl 2014 21:44

 2014 loft vormot 10apr 2014 loftrif vormot 10apr2014 loftskb vormot 10aprVormót SR í loftbyssugreinunum var haldið í Egilshöllinni í kvöld. Íris Eva Einarsdóttir vann í loftriffli með 397,8 stig, Guðmundur H. Christensen varð annar með 393,1 stig og Logi Benediktsson þriðji með 375,3 stig. Í loftskammbyssu sigraði Ásgeir Sigurgeirsson með 390 stig, Thomas Viderö varð annar með 378 stig og Jórunn Harðardóttir þriðja með 367 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót í Frjálsri skammbyssu á laugardag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 06. apríl 2014 19:33

Íslandsmótið í Frjálsri skammbyssu verður haldið í Digranesi á laugardaginn. Skráningu lýkur á þriðjudag.

AddThis Social Bookmark Button
 
Vormót í Loftbyssu 10.apríl Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 06. apríl 2014 19:31

iris 2013 gkg_5835Vormót í Loftskammbyssu og Loftriffli, fimmtudaginn 10.apríl. Opið er fyrir félagsmenn annarra félaga. Keppt verður í sameiginlegum flokkum karla og kvenna, 40 skot. Mæting kl.18:30 og má þá hefja undirbúning, en keppni hefst kl.19:00. Skráningargjald verður bakkelsi með kaffinu :)  Skráningu þarf að senda á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. á þriðjudeginum fyrir mótin.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn setti nýtt Íslandsmet í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 05. apríl 2014 20:59

jorunn riff 2013 gkg_5838gkg_1274Jórunn Harðardóttir formaður Skotfélags Reykjavíkur setti í dag nýtt Íslandsmet á Íslandsmótinu í 60 skotum liggjandi sem haldið var í Digranesi í Kópavogi í dag. Skotserían hennar var sérlega glæsilega, 101,1-104,7-101,5-102,7-102,6-102,9 alls 615,5 stig. Þess má geta að Ólympíulágmarkið er 615,0 stig. Í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir með 601,7 stig. Í karlaflokki varð tónlistarmaðurinn Jón Þór Sigurðsson úr hljómsveitinni Diktu, Íslandsmeistari með 610,7 stig, annar varð margfaldur Íslandsmeistari Arnfinnur Jónsson með 610,2 stig og þriðji varð svo Stefán E. Jónsson með 607,2 stig. Í sveitakeppninni varð A-sveit Skotfélags Kópavogs Íslandmeistari.  /gkg

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 Næsta > Síðasta >>

Síða 152 af 298

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing