Jón Árni sigraði á landsmóti í frjálsri skammbyssu Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 10. desember 2018 16:41

Landsmót STÍ í Frjálsri skammbyssu fór fram í Digranesi í Kópavogi í dag. Jón Árni Þórisson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 469 stig, í öðru sæti varð Sigurgeir Guðmundsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 465 stig og 3 x-ur og í þriðja sæti Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með sama stigafjölda en eina x-tíu.

AddThis Social Bookmark Button
 
Breyting á skráningarfresti í mót Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 09. desember 2018 09:49

Stjórn STÍ samþykkti nýlega breytingar á skráningarreglum sínum. Aðalbreytingin felst í því að nú þurfa aðildarfélögin að tilkynna keppendur sína 5 virkum dögum fyrir mót. Skrá þarf þá keppendur í síðasta lagi á sunnudagskvöldi vikunni fyrir mót næstu helgi þar á eftir. Breytingin tekur gildi frá og með 1.janúar 2019.

AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmundur Helgi og Jórunn sigruðu í dag Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 26. nóvember 2018 07:17
Á landsmóti STÍ í þrístöðuriffli á Ísafirði,sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1,103 stig, í öðru sæti varð Valur Richter Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 1,014 stig og í þriðja sæti varð Þorsteinn Bjarnason úr Skotfélagi Reykjavíkur með 959 stig.
Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir Skotfélagi Reykjavíkur með 1,063 stig, í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 1049 stig og í þriðja sæti varð Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 952 stig. Nánar um úrslit helgarinnar á www.sti.is
AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet á Borgarnesi Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 30. október 2018 08:22

Fyrsta landsmót keppnistímabilsins í loftskammbyssu og loftriffli var haldið um helgina á Borgarnesi. Í loftskammbyssu setti Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar nýtt Íslandsmet í unglingaflokki 489 stig en í öðru sæti varð Sigríður Lárétta Þorgilsdóttir einnig úr SA með 485 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 541 stig og í öðru sæti hafnaði Þorbjörg Ólafsdóttir úr SA með 514 stig. Í karlaflokki sigraði Þórður Ívarsson úr SA með 538 stig, annar varð Izaar A. Þorsteinsson með 514 stig (8x) og í þriðja sæti Ingvi Eðvarðssson úr Skotdeild Keflavíkur með 514 stig (6x). Í loftriffli karla sigraði Þórir Kristinsson úr SR með 551,5 stig og í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir úr SR með 586,8 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
HM í Suður Kóreu er lokið Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 14. september 2018 07:30

Heimsmeistaramótinu í skotfimi, sem haldið var í Changwon í Suður Kóreu er nú lokið. Hér kemur samantekt frétta af mótinu frá STÍ.

14.09.18: Skeet-keppni karla á Heimsmeistaramótinu í S-Kóreu er nú lokið. Alls voru 111 keppendur mættir til leiks og stóðu okkar menn sig ágætlega. Efstur íslensku keppendanna varð Hákon Þór Svavarsson í 37.sæti með 119 stig (22-25-24-24-24), Guðlaugur Bragi Magnússon í 92.sæti með 111 stig (21-21-24-23-22) og Stefán Gísli Örlygsson í 96.sæti með 111 stig (24-23-23-20-21). Í liðakeppninni urðu þeir í 22.sæti en 27 lið voru skráð til leiks.

09.09.18: Jón Þór Sigurðsson keppti í 300 metra riffilkeppninni á HM í S-Kóreu í nótt og hafnaði hann í 20.sæti í sínum riðli en komst ekki áfram í aðalkeppnina. Skorið hjá honum var 568 stig og 15x (98-94-97-94-94-91).

06.09.18: Ásgeir Sigurgeirsson lauk keppni í loftskammbyssu á HM í Kóreu í 25. sæti af 117 keppendum. Hann lenti í smá basli í byrjun en sýndi mikinn karakter og kláraði á fínu skori 577 með 17 innri tíum (94-95-95-96-98-99)

05.09.18: Bára Einarsdóttir var að ljúka keppni á HM í Kóreu í 50 metra liggjandi riffli og hafnaði hún í 36.sæti í aðalkeppninni með 616,1 stig (102,3-103,0-101,7-102,3-103,5-103,3) Íslandsmet hennar, sem hún setti í vor, er 617,8 stig, þannig að hún var nálægt sínu besta.

04.09.18: Heimsmeistaramótið í skotfimi stendur nú yfir í Suður Kóreu. Okkar keppendur hófu keppni í dag. Ásgeir Sigurgeirsson keppti í frjálsri skammbyssu og hafnaði í 58.sæti með 531 stig. Jórunn Harðardóttir keppti í loftskammbyssu og endaði í 97.sæti með 540 stig. Jón Þór Sigurðsson keppti í liggjandi keppni í riffli á 50 metra færi og hafnaði í 80.sæti með 613,6. Bára Einarsdóttir keppti einnig í riffli á 50 metra færi og hafnaði í 57.sæti með 612,5 stig og komst uppúr undanriðlinum. Hún keppir svo í aðalkeppninni á morgun. Allir Íslendingarnir voru töluvert frá sínum besta árangri.

AddThis Social Bookmark Button
 
Tilkynning um sprengivinnu á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 12. september 2018 11:51

Tilkynning frá ÍSTAK:

Unnið verður á vegum Ístaks við borun og sprengingar í grunni nýbyggingar á svæði Sorpu í Álfsnesi næstu daga. Fyrirhugað er að hefja verkið föstudaginn 14. september og áætlað að því verði lokið á sunnudag 16.09 eða mánudag 17.09 í síðasta lagi. Sprengingar verða byrgðar með sprengimottum og verða ekki send út nein frekari skilaboð um það hvenær yfir daginn sprengt verður. Ekki er búist við miklum truflunum út fyrir vinnusvæði okkar.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 Næsta > Síðasta >>

Síða 67 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing