Laugardagur, 19. janúar 2019 19:20 |
 Sigurður Unnar Hauksson er að keppa í haglabyssugreininni SKEET á sterku Grand Prix móti í Malaga á Spáni. Eftir fyrri daginn er Siddi í 16.sæti en keppendur eru alls 53. Keppt er í opnum flokki þar sem konur, karlar og unglingar keppa saman. Skorið hjá honum í dag var 70 stig (22-23-25) en keppni lýkur á morgun. UPPFÆRT: hann endaði með 113 stig (23+20) og hafnaði í 27.sæti.
|
|
Laugardagur, 19. janúar 2019 18:55 |
  Landsmót STÍ í 50 metra rifflli liggjandi var haldið í Kópavogi í dag. Sigurvegari í karlaflokki var Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 617,7 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 610,8 stig og þriðji varð Stefán Eggert Jónsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 604,4 stig. Í liðakeppni sigraði sveit SFK með 1796,9 stig, sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur með 1796,2 stig og sveit SÍ varð þriðja með 1794,0 stig. Í kvennaflokki mætti einn keppandi til leiks og hlaut því Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 610,8 stig.
|
Föstudagur, 18. janúar 2019 21:28 |
Skráning keppenda á RIG-leikana stendur nú yfir og lýkur sunnudaginn 27.janúar 2019. Skráning sendist á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
og
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Â
Verður keppt í loftskammbyssu og loftriffli 2. og 3. febrúar. Keppt verður í blönduðum flokki þar sem allir keppendur skjóta 60 skotum. Efstu 8 keppendurnir í hvorri grein keppa síðan til úrslita í útsláttakeppni.
Keppni fer fram í sal 2-4 í Laugardalshöllinni !

|
Sunnudagur, 13. janúar 2019 18:47 |
Landsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu var haldið í Kópavogi í dag. Ívar Ragnarsson sigraði með 539 stig, Jón Þór Sigurðsson annar með 534 stig og Eiríkur Ó. Jónsson þriðji með 510 stig. Allir eru þeir í Skotíþróttafélagi Kópavogs.
A lið SFK varð í fyrsta sæti með 1583 stig, B lið SFk varð í öðru með 1459 stig og lið SR í þriðja með 1424 stigum.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 66 af 293 |