Mánudagur, 24. desember 2018 13:45 |
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur óskar félagsfólki og velunnurum félagsins, gleðilegra jóla !
|
|
Sunnudagur, 23. desember 2018 00:03 |
Veiðirifflamótið: Mæting keppenda er kl.11:30. Keppni hefst kl.12:00. Skotið verður á rauðu skífurnar (BR 100+200+300) á 100, 200 og 300 metra færi, 5 skot á hverja skífu (1 skot í hring). Æfingaskot leyfð. Eingöngu leyfðir rifflar með tvífæti á forskefti og engan stuðning (púða min 10sm) við afturskefti nema öxlina. Öll kaliber leyfð en engar hlaupbremsur. Gott væri að fá skráningu senda áÂ
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
til að sjá fjöldann sem hefði hug á að mæta.
|
Sunnudagur, 16. desember 2018 13:19 |
Á landsmóti Skotíþróttasambands Íslands í Þrístöðu-riffli á 50 metra færi, sem fram fór í Egilshöllinni í dag setti Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur nýtt Íslandsmet í kvennaflokki með 1,095 stig, í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 1,017 stig og í þriðja sæti í kvennaflokki varð Guðrún Hafberg úr Skotíþróittafélagi Kópavogs með 983 stig.
Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1,090 stig, annar varð Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 995 stig í þriðja sæti hafnaði Þorsteinn Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 957 stig.Â
|
Laugardagur, 15. desember 2018 15:19 |
Landsmót STÍ í 50m liggjandi riffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 614,4 stig, önnur varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 609,7 stig og í þriðja sæti hafnaði Margrét L. Alfreðsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 581,1 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 613,1 stig, annar varð Arnfinnur A. Jónsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 613,0 stig og í þriðja sæti Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 607,9 stig. Sveit Skotíþróttafélags Kópavogs sigraði í liðakeppni karla með 1.819,8 stig, önnur varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.794,9 stig og í þriðja sæti sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.788,1 stig. Aðeins ein sveit var skráð í liðakeppni kvenna, sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1.766,6 stig.
|
Laugardagur, 15. desember 2018 11:35 |
Það verður LOKAÐ á Álfsnesi og í Egilshöll í dag. Í Egilshöllinni fer fram landsmót í riffilskotfimi og á Álfsnesi er rafmagnslaust vegna bilunar í kerfi Veitna. Viðgerð stendur yfir en reikna má með að ekki komist rafmagn á fyrr en seinni partinn í dag. Eins eru vindhviður uppí 18 m/sek sem stendur og grenjandi rigning og ekkert vit í að stunda skotfimi við þessar aðstæður. Góða helgi....
|
Föstudagur, 14. desember 2018 07:30 |
Landsmót STÍ í 50m riffli liggjandi og þrístöðu fara fram um helgina í Egilshöllinni. Keppni hefst báða dagana kl.10. Riðlaskipting er hér.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 66 af 291 |