Laugardagur, 15. desember 2018 11:35 |
Það verður LOKAÐ á Álfsnesi og í Egilshöll í dag. Í Egilshöllinni fer fram landsmót í riffilskotfimi og á Álfsnesi er rafmagnslaust vegna bilunar í kerfi Veitna. Viðgerð stendur yfir en reikna má með að ekki komist rafmagn á fyrr en seinni partinn í dag. Eins eru vindhviður uppí 18 m/sek sem stendur og grenjandi rigning og ekkert vit í að stunda skotfimi við þessar aðstæður. Góða helgi....
|
|
Föstudagur, 14. desember 2018 07:30 |
 Landsmót STÍ í 50m riffli liggjandi og þrístöðu fara fram um helgina í Egilshöllinni. Keppni hefst báða dagana kl.10. Riðlaskipting er hér.
|
Mánudagur, 10. desember 2018 16:41 |
Landsmót STÍ í Frjálsri skammbyssu fór fram í Digranesi í Kópavogi í dag. Jón Árni Þórisson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 469 stig, í öðru sæti varð Sigurgeir Guðmundsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 465 stig og 3 x-ur og í þriðja sæti Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með sama stigafjölda en eina x-tíu.
|
Sunnudagur, 09. desember 2018 09:49 |
Stjórn STÍ samþykkti nýlega breytingar á skráningarreglum sínum. Aðalbreytingin felst í því að nú þurfa aðildarfélögin að tilkynna keppendur sína 5 virkum dögum fyrir mót. Skrá þarf þá keppendur í síðasta lagi á sunnudagskvöldi vikunni fyrir mót næstu helgi þar á eftir. Breytingin tekur gildi frá og með 1.janúar 2019.
|
Mánudagur, 26. nóvember 2018 07:17 |
Á landsmóti STÍ í þrístöðuriffli á Ísafirði,sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1,103 stig, í öðru sæti varð Valur Richter Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 1,014 stig og í þriðja sæti varð Þorsteinn Bjarnason úr Skotfélagi Reykjavíkur með 959 stig.
Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir Skotfélagi Reykjavíkur með 1,063 stig, í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 1049 stig og í þriðja sæti varð Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 952 stig. Nánar um úrslit helgarinnar á www.sti.is
|
Þriðjudagur, 30. október 2018 08:22 |
Fyrsta landsmót keppnistímabilsins í loftskammbyssu og loftriffli var haldið um helgina á Borgarnesi. Í loftskammbyssu setti Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar nýtt Íslandsmet í unglingaflokki 489 stig en í öðru sæti varð Sigríður Lárétta Þorgilsdóttir einnig úr SA með 485 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 541 stig og í öðru sæti hafnaði Þorbjörg Ólafsdóttir úr SA með 514 stig. Í karlaflokki sigraði Þórður Ívarsson úr SA með 538 stig, annar varð Izaar A. Þorsteinsson með 514 stig (8x) og í þriðja sæti Ingvi Eðvarðssson úr Skotdeild Keflavíkur með 514 stig (6x). Í loftriffli karla sigraði Þórir Kristinsson úr SR með 551,5 stig og í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir úr SR með 586,8 stig.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 69 af 293 |