Sunnudagur, 07. apríl 2019 12:49 |
Íslandsmótið í Loftriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 590,6, annar varð Róbert V. Ryan úr Skotfélagi Reykjavíkur með 560,9 stig og í þriðja sæti Þórir S. Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 550,7 stig.
Í kvennaflokki varð Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 594,4 stig og önnur varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 591,0 stig.
Sveit Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki en sveitina skipuðu þeir Guðmundur, Róbert og Þórir, en árangur þeirra er nýtt Íslandsmet 1.702,2 stig. Sveit Skotdeildar Keflavíkur varð í öðru sæti.
Í unglingaflokki kvenna varð Viktoría E. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 555,2 stig, önnur varð Rakel Arnþórsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 478,7 stig og í þriðja sæti Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 413,3 stig. Lið Skotfélags Akureyrar setti Íslandsmet í unglingaflokki en hún var skipuð Rakel, Sóleyu og Sigríði L. Þorgilsdóttur.
Í drengjaflokki varð Magnús G. Jensson úr Skotdeild Keflavíkur Íslandsmeistari með 570,3 stig og Elmar T. Sverrisson úr Skotdeild Keflavíkur varð annar með 555,4 stig.
|
|
Laugardagur, 06. apríl 2019 17:33 |
Íslandsmótið í loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 580 stig, annar varð Ívar Ragnarsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, með 565 stig og í þriðja sæti Ingvar Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 529 stig.
Í liðakeppni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,591 stig, önnur varð sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,570 stig og í þriðja sæti B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,514 stig.
Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í kvennaflokki með 553 stig, önnur varð Kristína Sigurðardóttir einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur með 550 stig og þriðja Þorbjörg Ólafsdóttir, Skotfélagi Akureyrar, með 513 stig.
Í stúlknaflokki varð Sóley Þórðardóttir Íslandsmeistari með 492 stig, önnur varð Sigríður L. Þorgilsdóttir með 482 stig og þriðja Rakel Arnþórsdóttir með 452 stig, en þær keppa allar fyrir Skotfélag Akureyrar. Þær urðu jafnframt Íslandsmeistarar stúlknaliða fyrir Skotfélag Akureyrar með 1,426 stig, en það er jafnframt nýtt Íslandsmet. Í drengjaflokki varð Magnús G. Jensson, Skotdeild Keflavíkur, Íslandsmeistari með 423 stig.
Eins voru krýndir Íslandsmeistarar í hverjum flokki og má sjá það nánar á www.sti.is
|
Þriðjudagur, 02. apríl 2019 16:04 |
Íslandsmótin í Loftskammbyssu og Loftriffli fara fram í Egilshöllinni um næstu helgi. Keppt verður í Loftskammbyssu á laugardaginn og hefst keppnin kl. 09:00. Á sunnudaginn er svo keppt í Loftriffli og hefst keppnin kl. 10:00.
|
Föstudagur, 29. mars 2019 10:06 |
Keppnisæfing fyrir Reykjavíkurmótið kl. 17-19 í dag
Bein útsending AR60= http://results.sius.com/ShootEvent.aspx?Championship=65d1b342-cf03-4415-9a57-157e45c8f429&ShootEvent=AR60X
Bein útsending AP60=
http://results.sius.com/ShootEvent.aspx?Championship=65d1b342-cf03-4415-9a57-157e45c8f429&ShootEvent=AP60X
|
Föstudagur, 15. mars 2019 09:56 |
Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á tveimur landsmótum um síðustu helgina.Â
Á laugardaginn 9.mars sigraði hann í 50m liggjandi riffli með 615.2 stig, í öðru sæti varð Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar með 614.2 stig og í þriðja sæti hafnaði Jón Þór Sigurðsson úr Skotfélagi Kópavogs með 612.8 stig. Lið Skotíþróttafélags Ísafjarðar sigraði í liðakeppninni.
Á sunnudeginum 10.mars sigraði hann svo í Þrístöðukeppni með 1,098 stig, annar varð Valur Richter með 977 stig og í þriðja sæti Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 953 stig. Nánar má skoða úrslitin á www.sti.isÂ
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 61 af 291 |