HM í Suður Kóreu er lokið Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 14. september 2018 07:30

Heimsmeistaramótinu í skotfimi, sem haldið var í Changwon í Suður Kóreu er nú lokið. Hér kemur samantekt frétta af mótinu frá STÍ.

14.09.18: Skeet-keppni karla á Heimsmeistaramótinu í S-Kóreu er nú lokið. Alls voru 111 keppendur mættir til leiks og stóðu okkar menn sig ágætlega. Efstur íslensku keppendanna varð Hákon Þór Svavarsson í 37.sæti með 119 stig (22-25-24-24-24), Guðlaugur Bragi Magnússon í 92.sæti með 111 stig (21-21-24-23-22) og Stefán Gísli Örlygsson í 96.sæti með 111 stig (24-23-23-20-21). Í liðakeppninni urðu þeir í 22.sæti en 27 lið voru skráð til leiks.

09.09.18: Jón Þór Sigurðsson keppti í 300 metra riffilkeppninni á HM í S-Kóreu í nótt og hafnaði hann í 20.sæti í sínum riðli en komst ekki áfram í aðalkeppnina. Skorið hjá honum var 568 stig og 15x (98-94-97-94-94-91).

06.09.18: Ásgeir Sigurgeirsson lauk keppni í loftskammbyssu á HM í Kóreu í 25. sæti af 117 keppendum. Hann lenti í smá basli í byrjun en sýndi mikinn karakter og kláraði á fínu skori 577 með 17 innri tíum (94-95-95-96-98-99)

05.09.18: Bára Einarsdóttir var að ljúka keppni á HM í Kóreu í 50 metra liggjandi riffli og hafnaði hún í 36.sæti í aðalkeppninni með 616,1 stig (102,3-103,0-101,7-102,3-103,5-103,3) Íslandsmet hennar, sem hún setti í vor, er 617,8 stig, þannig að hún var nálægt sínu besta.

04.09.18: Heimsmeistaramótið í skotfimi stendur nú yfir í Suður Kóreu. Okkar keppendur hófu keppni í dag. Ásgeir Sigurgeirsson keppti í frjálsri skammbyssu og hafnaði í 58.sæti með 531 stig. Jórunn Harðardóttir keppti í loftskammbyssu og endaði í 97.sæti með 540 stig. Jón Þór Sigurðsson keppti í liggjandi keppni í riffli á 50 metra færi og hafnaði í 80.sæti með 613,6. Bára Einarsdóttir keppti einnig í riffli á 50 metra færi og hafnaði í 57.sæti með 612,5 stig og komst uppúr undanriðlinum. Hún keppir svo í aðalkeppninni á morgun. Allir Íslendingarnir voru töluvert frá sínum besta árangri.

AddThis Social Bookmark Button
 
Tilkynning um sprengivinnu á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 12. september 2018 11:51

Tilkynning frá ÍSTAK:

Unnið verður á vegum Ístaks við borun og sprengingar í grunni nýbyggingar á svæði Sorpu í Álfsnesi næstu daga. Fyrirhugað er að hefja verkið föstudaginn 14. september og áætlað að því verði lokið á sunnudag 16.09 eða mánudag 17.09 í síðasta lagi. Sprengingar verða byrgðar með sprengimottum og verða ekki send út nein frekari skilaboð um það hvenær yfir daginn sprengt verður. Ekki er búist við miklum truflunum út fyrir vinnusvæði okkar.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jóhannes Frank Jóhannesson Íslandsmeistari í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 09. september 2018 15:00

2018brislmotdag2-3021 1232018 brislmoturslit2018 brislmot100m2018 brislmot200mÍslandsmeistaramót Skotíþróttasambands Íslands í riffilgreininni Bench Rest fór fram á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Keppt var á 100 metra færi á laugardeginum og 200 metrum á sunnudegi. Efstu menn á 100 metrunum voru Egill Þór Ragnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 250 stig og 18 X-tíur, annar var Bergur Þór Arthúrsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 250 stig og 17 X-tíur og þriðji Sigurður V. Birgisson úr Skotdeild Keflavíkur einnig með 250 stig og 17 X-tíur. Í 200 metrunum var Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur með 248 stig og 5 X-tíur, annar var Gylfi Sigurðsson úr Skotfélagi Húsavíkur með 247 stig og 5 X-tíur og þriðji Kristbjörn Tryggvason úr Skotfélagi Akureyrar með 247 stig og 3 X-tíur. Í samanlögðu varð Íslandsmeistari Jóhannes Frank Jóhannesson með 498 stig og 18 X-tíur, í öðru sæti varð Gylfi Sigurðsson úr Skotfélagi Húsavíkur með 497 stig og 19 X-tíur og í þriðja sæti Kristbjörn Tryggvason úr Skotfélagi Akureyrar einnig með 497 stig en 18 X-tíur.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót í Bench Rest um næstu helgi Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 04. september 2018 10:23

br islm2013 soffiabergs2018 100m2018 200m2018 100 200mÍslandsmótið í riffilgreininni Bench Rest á 100 og 200 metrum fer fram um næstu helgi á Álfsnesi. Skráningar frá aðildarfélögum STÍ þurfa að berast í síðasta lagi fyrir miðnætti þriðjudaginn fyrir mót. Keppni í 100 metra færi á laugardaginn og á 200 metrum á sunnudaginn.

Keppnin hefst kl. 10:00 báða dagana, þannig að keppendur þurfa að mæta tímanlega til að stilla upp og láta vigta riffla kl.09:00.

Dregið verður með tölvuútdrætti kl.15:00 á miðvikudegi fyrir mót og röð keppenda birt hér seinna þann dag.

Mótagjald er kr. 4,000 sem greiðist á staðnum eða millifærist á reikning félagsins.

Keppnisæfing verður á föstudaginn kl.17-20.

UPPFÆRT kl.16:08 .  Nú er búið að draga í riðla báða dagana og má sjá það á meðf skjölum

AddThis Social Bookmark Button
 
Siddi og Dagný Reykjavíkurmeistarar 2018 Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 02. september 2018 21:48

2018sropenurslit2018sropenbikar2018sropenrekmeist-28782018sropen123kvenna-28572018sropen123karlabikar-2867Bikarmót Skotíþróttasambands Íslands og SR-OPEN mótið fóru fram á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Bikarmeistari í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness, í öðru sæti á mótinu varð Pétur T. Gunnarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar og í þriðja sæti varð Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í kvennaflokki varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss Bikarmeistari, í öðru sæti varð Þórey Inga Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur og Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur varð í 3ja sæti. Í unglingaflokki sigraði Ágúst Ingi Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands og í öðru sæti Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar.

Í A-flokki á SR-OPEN mótinu sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands, annar varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness og í þriðja sæti Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í B-flokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands, unglingurinn Ágúst Ingi Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð annar og í þriðja sæti varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Markviss.

Jafnframt voru efstu keppendur Skotfélags Reykjavíkur sæmdir Reykjavíkurmeistaratitlum og voru það þau Sigurður Unnar Hauksson og Dagný Huld Hinriksdóttir. Nánari úrslit á www.sti.is og svo slatti af myndum á Facebook síðu félagsins

AddThis Social Bookmark Button
 
Fyrri dagur á SR OPEN í skeet Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 01. september 2018 16:36

2018sropendag1steforlygssropen2018Þá er fyrri deginum á SR OPEN og Bikarmóti STÍ lokið. Nokkrar myndir eru á FB síðu félagsins.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 Næsta > Síðasta >>

Síða 70 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing