Fimmtudagur, 30. ágúst 2018 17:13 |
Um helgina verður Bikarmót STÍ og Reykjavík Open keyrð samhliða. Tímataflan er klár en keppt verður á velli 2. Lokað er á haglavöllum félagsins á laugardaginn vegna mótsins til kl.14Â Keppnisæfing kl.17-21 á föstudaginn.
|
|
Sunnudagur, 26. ágúst 2018 12:13 |
 Norðurlandamótið í skotfimi var haldið í Osló, Noregi um helgina. Ísland sendi nokkra keppendur til leiks. Guðmundur Helgi Christensen keppti í 50 metra liggjandi riffli og lenti þar í 10.sæti með 613,8 stig. Hann keppti einnig í Þrístöðu riffli og lenti þar í 11.sæti með 1,086 stig. Íris Eva Einarsdóttir keppti í Loftriffli og lenti í 10.sæti með 591 stig.
Í haglabyssugreininni skeet varð Guðlaugur Bragi Magnússon í 10.sæti með 112 stig og Jakob Þ. Leifsson í 13.sæti með 107 stig. Í kvennaflokki varð Helga Jóhannsdóttir í 7.sæti með 93 stig og Dagný H. Hinriksdóttir í 8.sæti með 84 stig.
Í blandaðri liðakeppni komust Jakob (69) og Dagný (54) í úrslit með 123 stig og höfnuðu þar í 6.sæti. Árangur þeirra er nýtt Íslandsmet í blandaðri keppni. Þau Guðlaugur (67) og Helga (48) enduðu í 10.sæti með 115 stig.
|
Fimmtudagur, 23. ágúst 2018 22:16 |
Norðurlandamótið í skotfimi er haldið um helgina í Osló. Íslands á þar keppendur sem eru: Helga Jóhannsdóttir og Dagný Huld Hinriksdóttir sem keppa í Skeet, Íris Eva Einarsdóttir í Loftriffli, Guðlaugur Bragi Magnússon og Jakob Þór Leifsson í Skeet og Guðmundur Helgi Christensen í riffli. Ómar Örn Jónsson úr stjórn STÍ er fararstjóri.
https://www.nordicshootingregion.com/
|
Fimmtudagur, 16. ágúst 2018 11:58 |
Hérna kemur tímatafla Íslandsmóts STÍ í Skeet sem fram fer á velli félagsins á Álfsnesi um helgina.
|
Þriðjudagur, 07. ágúst 2018 10:55 |
 Nú er Íslandsmótið í SKEET framundan en það verður haldið á skotvöllum okkar á Álfsnesi 18.-19.ágúst n.k. Yfirdómari mótsins verður á skotsvæðinu dagana 16. og 17.ágúst kl.18-21 og verður með búnaðarskoðun, m.a. mælir hann rétta staðsetningu á hæðarborðanum samkvæmt nýjustu reglum.
Við minnum keppendur á að koma skráningum sínum á mótið til sinna félaga, en félögin safna skráningum saman og senda til STÍ og mótshaldara, SR. Lokafrestur fyrir félögin er að kvöldi þriðjudagsins 14.ágúst.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 71 af 293 |