Mánudagur, 12. mars 2018 09:19 |
Páskamót SR í Benchrest "Score" verður haldið á Skírdag 29. mars. Skotið verður á tveimur færum, 100 og 200 metrum. Mæting er kl 10:00 og hefst mótið kl 11:00. Mótsgjald er 3000 kr.
Allar BR-skyttur landsins velkomnar - sendið tilkynningu um þátttöku á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
|
|
Miðvikudagur, 07. mars 2018 16:30 |
Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu fer fram í Egilshöll á laugardaginn. Riðlaskipting er hérna.
|
Laugardagur, 24. febrúar 2018 13:21 |
EM í loftbyssugreinunum í Ungverjalandi er lokið. Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunn Harðardóttir lentu í 37.sæti af 50 liðum í parakeppninni á Evrópumeistaramótinu í gær.
Jórunn Harðardóttir hafnaði í 54.sæti af 72 keppendum í loftskammbyssu kvenna. Skorið var 554 stig (89-91-94-93-90-97 og 15x-tíur). Íslandsmet hennar sem hún setti á RIG-leikunum í Reykjavík í byrjun mánaðarins er 557 stig.
Ásgeir Sigurgeirsson hafnaði í 30.sæti af 80 keppendum í loftskammbyssu karla. Skorið var 572 stig (96-93-94-97-95-97 og 15 x-tíur) sem er nokkuð frá hans besta en Íslandsmet hans er 589 stig sem hann sett á Christensenmótinu fyrir fimm árum.
|
Fimmtudagur, 22. febrúar 2018 14:45 |
Ísland á tvo keppendur. Evrópumeistaramótinu í loftbyssugreinunum sem fram fer þessa dagana í Györ í Ungverjalandi. Jórunn Harðardóttir keppir í loftskammbyssu á laugardaginn kl. 08:30 að íslenskum tíma. Tengill á skortöfluna er hérna.Ásgeir Sigurgeirsson keppir einnig í loftskammbyssu á laugardaginn en hann byrjar keppni kl. 11:00 að íslenskum tíma. Skortafla karlakeppninnar erhérna.
Á morgun föstudag hefja þau hins vegar keppni í parakeppni þar sem þau skjóta 40 skotum hvort og samanlagður árangur ræður úrslitum. Hlekkur á þá keppni erhérna.
|
Laugardagur, 17. febrúar 2018 13:02 |
Mótaskýrsla skotkeppni Reykjavíkurleikanna kemur hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 75 af 291 |