Mánudagur, 01. janúar 2018 00:04 |
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur, óskar félagsmönnum og velunurum félagsins gleðilegs nýs árs. Á nýju ári koma ný tækirfæri með nýjum væntingum og verkefnum. Stjórn félagsins hvetur konur og karla í félaginu, að koma að margvíslegum verkum á nýju ári. Skrifstofa félagsins er ávallt opin alla virka daga og þangað má senda fyrirspurnir um daglega viðburði i félaginu. Félagið verður aldrei stærra en það, sem hið almenna félagsfólk, leggur af mörkum í allskonar starf og íþróttaviðburði. Stjórnin hvetur félagsfólk, jafnt konur og karla, sem vilja koma að verkefnum félagsins, að hafa samband og taka þátt í nýju og spennandi ári. Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á liðnu ári. Stjórn SR...
|
|
Fimmtudagur, 28. desember 2017 14:48 |
Af óviðráðanlegum ástæðum er lokað á Álfsnesi frá 13:30 í dag, fimmtudag. Opið verður hins vegar kl.12-16 á morgun föstudag !!
|
Laugardagur, 23. desember 2017 11:48 |
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur óskar félagsmönnum og velunnurum félagsins, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
|
Föstudagur, 22. desember 2017 09:49 |
Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2017 :
Skotíþróttakarl Ársins er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur
Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) er landsliðsmaður í Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu. Ásgeir vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis en keppti auk þess víða erlendis. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í báðum sínum greinum, Frjálsri skammbyssu og Loft skammbyssu.
Hann komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Maribor í Slóveníu og hafnaði þar í 7.sæti í loftskammbyssu. Einnig lenti hann í 10.sæti í blandaðri liðakeppni ásamt Jórunni Harðardóttur. Smáþjóðaleikunum í San Marinó vann hann gullið. Hann varð í 22.sæti á Heimsbikarmótinu í Munchen og í 32.sæti á Evrópumeistaramótinu í Bakú í Azerbaijan í Frjálsri skammbyssu.
|
Nánar...
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 79 af 291 |