Gleðilegt nýtt ár ! Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 01. janúar 2018 00:04

Stjórn Skotfélags Reykjavíkur, óskar félagsmönnum og velunurum félagsins gleðilegs nýs árs. Á nýju ári koma ný tækirfæri með nýjum væntingum og verkefnum. Stjórn félagsins hvetur konur og karla í félaginu, að koma að margvíslegum verkum á nýju ári. Skrifstofa félagsins er ávallt opin alla virka daga og þangað má senda fyrirspurnir um daglega viðburði i félaginu. Félagið verður aldrei stærra en það, sem hið almenna félagsfólk, leggur af mörkum í allskonar starf og íþróttaviðburði. Stjórnin hvetur félagsfólk, jafnt konur og karla, sem vilja koma að verkefnum félagsins, að hafa samband og taka þátt í nýju og spennandi ári. Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á liðnu ári. Stjórn SR...

AddThis Social Bookmark Button
 
Áramótið í riffli í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 30. desember 2017 15:38

20171230 urslit20171230_13112220171230_12070220171230_120715

20171230_120750

20171230_120732Hið árlega Áramót í riffli fór fram í dag á Álfsnesi. Skotið var 10 skotum á tveimur færum, 100 og 200 metrum. Sigurvegari varð Guðni Þór Frímannsson með 190 stig af 200 mögulegum, annar varð Stefán Eggert Jónsson með 186 stig og í þriðja sæti hafnaði Hilmir Valsson með 185 stig.20171230_12064120171230_131159

AddThis Social Bookmark Button
 
LOKAÐ Á ÁLFSNESI FRÁ 13:30 Í DAG Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 28. desember 2017 14:48
Af óviðráðanlegum ástæðum er lokað á Álfsnesi frá 13:30 í dag, fimmtudag. Opið verður hins vegar kl.12-16 á morgun föstudag !!
AddThis Social Bookmark Button
 
Gleðilega hátíð... Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 23. desember 2017 11:48

Stjórn Skotfélags Reykjavíkur óskar félagsmönnum og velunnurum félagsins, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

AddThis Social Bookmark Button
 
Áramótið í riffli laugardaginn 30. desember... Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 23. desember 2017 11:46

br islm2013 soffiabergssraramot100mskifasraramot200mskifasraramottexHið árlega áramót félagsins í riffli verður haldið laugardaginn 30.des á Álfsnesi.

Veiðirifflamótið: Mæting keppenda er kl.11:30. Keppni kl.12:00. Skotið verður á rauðu skífurnar (BR 100+200) á 100 og 200 metra færi, 10 skot á hverja skífu (2 skot í hring). Æfingaskot leyfð. Eingöngu leyfðir rifflar með tvífæti á forskefti og engan stuðning (púða) við afturskefti nema öxlina. Öll kaliber leyfð en engar hlaupbremsur. Gott væri að fá skráningu senda á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. til að sjá fjöldann sem hefði hug á að mæta.

AddThis Social Bookmark Button
 
Skotíþróttafólk ársins 2017 Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 22. desember 2017 09:49

Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2017 :

asgeir 2013 free  017Skotíþróttakarl Ársins er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur

Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) er landsliðsmaður í Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu. Ásgeir vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis en keppti auk þess víða erlendis. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í báðum sínum greinum, Frjálsri skammbyssu og Loft skammbyssu.

Hann komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Maribor í Slóveníu og hafnaði þar í 7.sæti í loftskammbyssu. Einnig lenti hann í 10.sæti í blandaðri liðakeppni ásamt Jórunni Harðardóttur. Smáþjóðaleikunum í San Marinó vann hann gullið. Hann varð í 22.sæti á Heimsbikarmótinu í Munchen og í 32.sæti á Evrópumeistaramótinu í Bakú í Azerbaijan í Frjálsri skammbyssu.

AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
<< Fyrsta < Fyrri 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 Næsta > Síðasta >>

Síða 79 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing