Reykjavíkurleikarnir í Egilshöll á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 31. janúar 2018 15:10

2018wowap60plan2018wowar60planFjölmennasta mót í skotfimi sem haldið hefur verið hérlendis, fer fram í Egilshöllinni í Grafarvogi á laugardaginn kemur, 3.febrúar. Skráningar eru 62 talsins í báðar greinarnar, loftskammbyssu og loftriffil. Mótið hefst fyrr en auglýst hafði verið vegna þessa mikla fjölda eða kl.08:00 þannig að fyrstu keppendur verða að vera komnir á staðinn uppúr 07:15. Tímaplanið er mjög stíft og verður því fylgt vel eftir. Úrslitin hefjast svo kl.15:00+ Keppnisæfing er á föstudaginn kl.16-20

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir í 9.-15.sæti í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 28. janúar 2018 16:52

hn2018finalap60menÁsgeir Sigurgeirsson kepptí í dag á H&N CUP mótinu í Þýskalandi og hafnaði í 9.-15.sæti með 579 stig einsog í gær en vantaði núna 1 stig til að komast í úrslitin. Annars mjög góður árangur hjá honum á þessu sterka móti.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir að keppa í Þýskalandi Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 26. janúar 2018 09:53

hncup2018 logohn2018stadaday1qualÁsgeir Sigurgeirsson skammbyssuskytta er nú að keppa á einu sterkasta móti ársins í loftskammbyssu. Mótið kallast H&N Cup og er haldið árlega í München. Hann keppir bæði í dag sem og á morgun, laugardag. Hægt verður að fylgjast með skorinu á þessari slóð.

UPPFÆRT: Ásgeir er kominn í 8.manna úrslit í dag. Finalinn hefst kl.17:00 að okkar tíma.

UPPFÆRT: Ásgeir endaði í 6.sæti en þess má geta að keppendur voru 100 talsins.
Skorið í undankeppninni hjá honum var 579 stig (99-95-96-98-96-95). Hann keppir svo aftur á morgun.

AddThis Social Bookmark Button
 
Skráning RIG leikana Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 25. janúar 2018 20:33

  • rigwowposter2018wow-rig
  • Skráningu á Reykjavíkurleikana RIG lýkur þriðjudaginn 30.janúar. Keppendur sendi skráningu í gegnum félag sitt.
    Keppt er í Loftskammbyssu og Loftriffli 60 skot.
    Einn opinn flokkur í báðum greinum, þ.e. karlar og konur keppa saman án tillits til aldurs.
    Keppt er í FINAL í báðum greinum sem hefjast kl.15:00
    Bein útsending verður frá mótinu á Sjónvarpi Símans og mbl.is kl. 15-16
    Mótsstjórn velur Skotkarl og Skotkonu mótsins að því loknu. Þeim verður veitt viðurkenning á hátíðarkvöldi mótsins kl.19:30-21:30 í Laugardalshöllinni sunnudaginn 4.febrúar
AddThis Social Bookmark Button
 
Ívar sigraði á Landsmótinu í Sportskammbyssu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 20. janúar 2018 18:00

2018sport20janLandsmót Skotíþróttasambands Íslands í Sport skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Í einstaklingskeppninni sigraði Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 556 stig, annar varð Eiríkur Ó. Jónsson úr sama félagi með 548 stig og í þriðja sæti hafnaði Ólafur Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur með 543 stig.
Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,634 stig (Ívar Ragnarsson 556, Eiríkur Ó. Jónsson 548, Jón Þ.Sigurðsson 530), í öðru sæti B-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,544 stig (Friðrik Göethe 541, Gunnar B.Guðlaugsson 503, Guðmundur T. Ólafsson 500) og í þriðja sæti hafnaði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,529 stig (Karl Kristinsson 537, Jón Á.Þórisson 500, Engilbert Runólfsson 492).

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í Sport skammbyssu á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 18. janúar 2018 13:48

2018sport20janridlar.jpgLandsmót í Sportskammbyssu fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. Alls eru 20 keppendur skráðir til leiks.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 Næsta > Síðasta >>

Síða 77 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing