Íslandsmet hjá Viktoríu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 12. maí 2018 14:49

2018 ap60 christmot gkg_10572018 ar60christmot gkg_10762018ap60christmot2018ar60christmot2018christmotallirHið árlega Christensen-mót fór fram í Egilshöllinni í dag. Keppt er í opnum flokkum óháð kyni og aldri. Í loftriffli sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 591,2 stig, í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 579,7 stig og í þriðja sæti hafnaði Viktoría Bjarnarson úr SR með 575,5 stig sem jafnframt er nýtt Íslandsmet Unglinga. Í loftskammbyssu sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 568 stif, í öðru sæti Jórunn Harðardóttir úr SR með 550 stig og í þriðja sæti Ingvi Eðvarðsson úr SK með 526 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Mót í Egilshöll um helgina Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 09. maí 2018 19:00

2018fpislmridlar
2018christmotridlarHérna koma riðlar mótanna um helgina. Á laugardaginn er það loftskammbyssa og loftriffill á Christensenmótinu. Á sunnudaginn Íslandsmótið í frjálsri skammbyssu. Keppnsiæfing fyrir Christensenmótið milli kl.17-19 á föstudag

AddThis Social Bookmark Button
 
Sumarlokun í Egilshöll frá 9.maí Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 08. maí 2018 23:05

Vetrarstarfinu í Egilshöllinni er nú að ljúka og er síðasti opnunardagur miðvikudagurinn 9.maí. Við opnum svo aftur í byrjun október.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn setti Íslandsmet í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 06. maí 2018 19:39

2018 3x40all2018 3x40ghelgi2018 3x40jorunn2018 3x40islmot6maiurslit2018 3x40sfk2018 3x40sikarla2018 3x40123kvÍslandsmótið í Þrístöðuriffli 3x40skot fór fram í Egilshöllinni í dag. Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur setti nýtt Íslandsmet í kvennaflokki, 1,081 stig og varð Íslandsmeistari, Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs varð önnur með 1,043 stig og Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs varð í 3ja sæti með 975 stig. Sveit Skotíþróttafélags Kópavogs varð Íslandsmeistari í kvennaflokki með 2,874 stig en sveitina skipuðu þær Bára og Guðrún ásamt Margréti L. Alfreðsdóttur.

Í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 1,076 stig, Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur varð annar með 1,017 stig og þriðji varð Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 967 stig. Sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 2,827 stig en sveitina skipuðu þeir Valur Richter, Leifur Bremnes og Ívar M. Valsson. Eins voru krýndir Íslandmeistarar í hverjum flokki en nánar má sjá úrslitin á úrtslitasíðunni á www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmundur Helgi og Jórunn Íslandsmeistarar í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 05. maí 2018 17:31

2018pr60islm5mai2018pr60jorhelgiÁ Íslandsmeistaramótinu í 50m liggjandi riffli, sem haldið var í Kópavogi í dag, varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR Íslandsmeistari í karlaflokki og í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr SR Íslandsmeistari.

Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í opnum karlaflokki á Íslandsmeistaramótinu í 50m liggjandi riffli sem fram fór í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 5. maí en skor Guðmundar Helga var 616,8 stig. Arnfinnur Auðunn Jónsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs var annar með 611,9 stig og Jón Þór Sigurðsson, einnig úr SFK, varð þriðji með 611,6 stig.

 

Í liðakeppni Karlaflokksins varð A sveit SFK íslandsmeistari á 1816,5 stigum. Sveitina skipuðu þeir Arnfinnur og Jón Þór auk Hans Jörgens Hansen. Í öðru sæti liðakeppninnar varð A sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar. Þá sveit skipuðu Valur Richter, Ívar Már Valsson og Guðmundur Valdimarsson. A sveit SR varð í þriðja sæti liðakeppninnar. Sveit SR var skipuð Guðmundi Helga Christensen, Þorsteini B. Bjarnarsyni og Jóni Árna Þórissyni.

Í Meistaraflokki karla urðu úrslitin þau sömu og í opna karlaflokkinum.
Í 1. flokki karla varð Guðmundur Valdimarsson, SÍ, Íslandsmeistari. Valur Richter, SÍ, varð annar og Þorsteinn B. Bjarnarson, SR, þriðji.

Í 2. flokki hampaði Hans Jörgen Hansen, SFK, Íslandsmeistaratitlinum. Þórir Kristinsson, SR, varð annar og Bjarni Sigurðsson, Skotdeild Keflavíkur, varð í þriðja sæti.

Í 3. flokki varð Erling Þ. Kristjánsson, SÍ, Íslandsmeistari. Ingvar Bremnes, einnig úr SÍ, varð annar og Jón Árni Þórisson, SR, varð þriðji.

Guðmundur Ævar Guðmundsson varð Íslandsmeistari í 0 flokki. Hálfdán R Guðmundsson varð annar og Birgir Örn Sveinsson varð þriðji en þeir kepptu allir fyrir Skotíþróttafélag Kópavogs.

Jórunn Harðardóttir, SR, varð Íslandsmeistari kvenna í opnum flokki með 603,8 stig. Bára Einarsdóttir, SFK varð í öðru sæti með 599,7 stig en þær stöllur skipuðu einnig sömu sæti í meistaraflokki kvenna. Guðrún Hafberg,SFK, varð þriðja í opna flokkinum með 581,0 stig en Guðrún varð jafnframt Íslandsmeistari í 2. flokki.

Margrét L. Alfreðsdóttir, SFK, varð Íslandsmeistari í 1. flokki kvenna.

A sveit Skotíþróttafélags Kópavogs varð íslandsmeistari í liðakeppni kvenna. Skor sveitarinnar var 1755,4 stig en sveitina skipuðu þær Bára, Guðrún og Margrét.

Jón Þór Sigurðsson og Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs urðu Bikarmeistarar í 50m liggjandi riffli á keppnisárinu.

Mynd: JAK

AddThis Social Bookmark Button
 
Hreindýraprófin eru byrjuð á fullu Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 03. maí 2018 23:04

hreindyranamskeid_smallHreindýraprófin eru byrjuð hjá okkur. Allar upplýsingar um próftökur eru á þessari slóð

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 Næsta > Síðasta >>

Síða 72 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing