Sunnudagur, 10. júní 2018 19:57 |
Á aðalfundi félagsins var samþykkt að fella niður inntökugjald nýrra félaga sem hefur verið kr. 4,000. Eins verður árgjaldið óbreytt kr. 20,000
Nánar hérna
|
|
Mánudagur, 04. júní 2018 07:34 |
 Scandinavian Open er stórt opið mót í Skeet sem haldið er árlega í Danmörku. Að þessu sinni kepptu þar nokkrir Íslendingar og varð Kjartan Örn Kjartansson úr Skotfélagi Reykjavíkur í þriðja sæti í B-flokki. Helga jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands bætti Íslandsmetið í kvennaflokki en hún endaði með 100 stig.
|
Sunnudagur, 03. júní 2018 10:37 |
Félagið verður með opið í Egilshöllinni í dag kl.12-14 þar sem gestum 15 ára og eldri er gefinn kostur á að prófa loftriffla og loftskammbyssur
|
Sunnudagur, 27. maí 2018 11:00 |
Jórunn Harðardóttir formaður félagsins, var að ljúka keppni á nýju Íslandsmeti í loftskammbyssu á Heimsbikarmótinu í München í Þýskalandi. Hún hafnaði í 78.sæti af 122 keppendum, en hún náði 560 stigum (92 93 95 94 93 93). Fyrra met hennar var 557 stig sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í byrjun árs. Hún keppir svo ásamt Ásgeiri Sigurgeirssyni í parakeppninni á morgun.
|
Sunnudagur, 27. maí 2018 10:57 |
40.Skotíþróttaþing var haldið í Íþróttamiðstöðoinni í Laugardal í dag. Mjög góða þátttaka var á þinginu en fulltrúar komu frá 10 aðildarfélögum STÍ. Þingforseti var Jón S. Ólason fyrrverandi formaður STÍ. Kjör fór að þessu sinni fram um einn varamann í stjórn en Kristvin Ómar Jónsson var skjálfkjörinn þar sem ekki bárust önnur framboð. Einnig var kosið um tvo aðalmenn í stjórn og voru það þrír aðilar sem buðu sig fram. Jórunn Harðardóttir fékk 49 atkvæði, Guðmundur Kr. Gíslason fékk 41 og Þórður Ívarsson hlaut 10 atkvæði. Stjórnin er því óbreytt en hana skipa ásamt Jórunni, Guðmundi og Kristvin þau Halldór Axelsson formaður, Ómar Jónsson og Kjartan Friðriksson meðstjórnendur og Helga Jóhannsdóttir varamaður. Þráinn Hafsteinsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ ávarpaði þingið og var gerður góður rómur að orðum hans.
|
Miðvikudagur, 16. maí 2018 21:23 |
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Egilshöllinni fimmtudaginn 31.maí kl. 19:00
Dagskrá: Venjuleg aðalstörf
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 73 af 293 |