Fimmtudagur, 05. apríl 2018 22:26 |
Íslandsmótin í loftskammbyssu og loftriffli fara fram í Egilshöllinni um helgina. Loftskammbyssan er á laugardaginn og hefst fyrsti riðill kl.09:00, annar kl. 11:00 og þriðji kl.13:00. Loftriffilkeppnin er á sunndaginn og hefst fyrri riðillinn kl.10:00 og seinni kl.12:00.
|
|
Laugardagur, 31. mars 2018 10:09 |
Frábæru páskamóti var að ljúka rétt i þessu á Álfsnes. 17 keppendur mættu til leiks í blíðskapar veðri. Sigurður Unnar úr Skotfélagi Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari á frábæru skori 74. Guðlaugur Bragi úr Skotfelagi Akureyrar var annar á 68 og Gummi Páls úr Skotfélagi Reykjavíkur þriðji einnig á 68.
|
Þriðjudagur, 27. mars 2018 10:07 |
Opið verður á Skírdag kl.12-17 á haglavöllum. Páskamótið í Bench Rest er á riffilvelli á sama tíma. Vellirnir verða opnaðir að því loknu. Á Föstudaginn langa er Páskamótið í SKEET á haglavöllunum en lokað á riffilvöllum. Opið er að venju á laugardeginum kl. 12-17. Á annan í Páskum er opið kl. 12-16 á öllum völlum. Hlökkum til að sjá ykkur öll í Páskastuði.
|
Mánudagur, 19. mars 2018 14:59 |
Páskamót félagsins í Skeet-haglabyssu verður haldið á Föstudaginn langa 30.mars. Mæting er kl. 11:30 og hefst mótið svo kl.12:00. Skotnir verða 3 hringir eftir forgjafarkerfi félagsins. Allir velkomnir. Einsog ávallt verður keppt í einum opnum flokki óháð aldri og kyni.
|
Miðvikudagur, 14. mars 2018 19:45 |
Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag, laugardag. Íslandsmeistari varð Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 541 stig, annar varð Jón Þ. Sigurðsson einnig úr Kópavogi með 526 stig og í þriðja sæti hafnaði Grétar M. Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar með 516 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,575 stig, í öðru sæti varð A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,460 stig og í þriðja sæti hafnaði sveit Skotfélags Akureyrar með 1,391 stig. Nánar á úrslitasíðunni.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 74 af 291 |