Jóhannes Frank Jóhannesson Íslandsmeistari í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 09. september 2018 15:00

2018brislmotdag2-3021 1232018 brislmoturslit2018 brislmot100m2018 brislmot200mÍslandsmeistaramót Skotíþróttasambands Íslands í riffilgreininni Bench Rest fór fram á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Keppt var á 100 metra færi á laugardeginum og 200 metrum á sunnudegi. Efstu menn á 100 metrunum voru Egill Þór Ragnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 250 stig og 18 X-tíur, annar var Bergur Þór Arthúrsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 250 stig og 17 X-tíur og þriðji Sigurður V. Birgisson úr Skotdeild Keflavíkur einnig með 250 stig og 17 X-tíur. Í 200 metrunum var Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur með 248 stig og 5 X-tíur, annar var Gylfi Sigurðsson úr Skotfélagi Húsavíkur með 247 stig og 5 X-tíur og þriðji Kristbjörn Tryggvason úr Skotfélagi Akureyrar með 247 stig og 3 X-tíur. Í samanlögðu varð Íslandsmeistari Jóhannes Frank Jóhannesson með 498 stig og 18 X-tíur, í öðru sæti varð Gylfi Sigurðsson úr Skotfélagi Húsavíkur með 497 stig og 19 X-tíur og í þriðja sæti Kristbjörn Tryggvason úr Skotfélagi Akureyrar einnig með 497 stig en 18 X-tíur.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót í Bench Rest um næstu helgi Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 04. september 2018 10:23

br islm2013 soffiabergs2018 100m2018 200m2018 100 200mÍslandsmótið í riffilgreininni Bench Rest á 100 og 200 metrum fer fram um næstu helgi á Álfsnesi. Skráningar frá aðildarfélögum STÍ þurfa að berast í síðasta lagi fyrir miðnætti þriðjudaginn fyrir mót. Keppni í 100 metra færi á laugardaginn og á 200 metrum á sunnudaginn.

Keppnin hefst kl. 10:00 báða dagana, þannig að keppendur þurfa að mæta tímanlega til að stilla upp og láta vigta riffla kl.09:00.

Dregið verður með tölvuútdrætti kl.15:00 á miðvikudegi fyrir mót og röð keppenda birt hér seinna þann dag.

Mótagjald er kr. 4,000 sem greiðist á staðnum eða millifærist á reikning félagsins.

Keppnisæfing verður á föstudaginn kl.17-20.

UPPFÆRT kl.16:08 .  Nú er búið að draga í riðla báða dagana og má sjá það á meðf skjölum

AddThis Social Bookmark Button
 
Siddi og Dagný Reykjavíkurmeistarar 2018 Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 02. september 2018 21:48

2018sropenurslit2018sropenbikar2018sropenrekmeist-28782018sropen123kvenna-28572018sropen123karlabikar-2867Bikarmót Skotíþróttasambands Íslands og SR-OPEN mótið fóru fram á velli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Bikarmeistari í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness, í öðru sæti á mótinu varð Pétur T. Gunnarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar og í þriðja sæti varð Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í kvennaflokki varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss Bikarmeistari, í öðru sæti varð Þórey Inga Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur og Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur varð í 3ja sæti. Í unglingaflokki sigraði Ágúst Ingi Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands og í öðru sæti Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar.

Í A-flokki á SR-OPEN mótinu sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands, annar varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness og í þriðja sæti Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í B-flokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands, unglingurinn Ágúst Ingi Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð annar og í þriðja sæti varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Markviss.

Jafnframt voru efstu keppendur Skotfélags Reykjavíkur sæmdir Reykjavíkurmeistaratitlum og voru það þau Sigurður Unnar Hauksson og Dagný Huld Hinriksdóttir. Nánari úrslit á www.sti.is og svo slatti af myndum á Facebook síðu félagsins

AddThis Social Bookmark Button
 
Fyrri dagur á SR OPEN í skeet Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 01. september 2018 16:36

2018sropendag1steforlygssropen2018Þá er fyrri deginum á SR OPEN og Bikarmóti STÍ lokið. Nokkrar myndir eru á FB síðu félagsins.

AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavik Open og Bikarmót STÍ um helgina Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 30. ágúst 2018 17:13

2018 sropen timataflaUm helgina verður Bikarmót STÍ og Reykjavík Open keyrð samhliða. Tímataflan er klár en keppt verður á velli 2. Lokað er á haglavöllum félagsins á laugardaginn vegna mótsins til kl.14  Keppnisæfing kl.17-21 á föstudaginn.

AddThis Social Bookmark Button
 
Norðurlandamótinu er lokið í Osló Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 26. ágúst 2018 12:13

2018nscallir2018nscjakdagnmixNorðurlandamótið í skotfimi var haldið í Osló, Noregi um helgina. Ísland sendi nokkra keppendur til leiks. Guðmundur Helgi Christensen keppti í 50 metra liggjandi riffli og lenti þar í 10.sæti með 613,8 stig. Hann keppti einnig í Þrístöðu riffli og lenti þar í 11.sæti með 1,086 stig. Íris Eva Einarsdóttir keppti í Loftriffli og lenti í 10.sæti með 591 stig.

Í haglabyssugreininni skeet varð Guðlaugur Bragi Magnússon í 10.sæti með 112 stig og Jakob Þ. Leifsson í 13.sæti með 107 stig. Í kvennaflokki varð Helga Jóhannsdóttir í 7.sæti með 93 stig og Dagný H. Hinriksdóttir í 8.sæti með 84 stig.

Í blandaðri liðakeppni komust Jakob (69) og Dagný (54) í úrslit með 123 stig og höfnuðu þar í 6.sæti. Árangur þeirra er nýtt Íslandsmet í blandaðri keppni. Þau Guðlaugur (67) og Helga (48) enduðu í 10.sæti með 115 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 Næsta > Síðasta >>

Síða 68 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing