|
Þriðjudagur, 04. september 2018 10:23 |
Íslandsmótið í riffilgreininni Bench Rest á 100 og 200 metrum fer fram um næstu helgi á Álfsnesi. Skráningar frá aðildarfélögum STÍ þurfa að berast í síðasta lagi fyrir miðnætti þriðjudaginn fyrir mót. Keppni í 100 metra færi á laugardaginn og á 200 metrum á sunnudaginn.
Keppnin hefst kl. 10:00 báða dagana, þannig að keppendur þurfa að mæta tímanlega til að stilla upp og láta vigta riffla kl.09:00.
Dregið verður með tölvuútdrætti kl.15:00 á miðvikudegi fyrir mót og röð keppenda birt hér seinna þann dag.
Mótagjald er kr. 4,000 sem greiðist á staðnum eða millifærist á reikning félagsins.
Keppnisæfing verður á föstudaginn kl.17-20.
UPPFÆRT kl.16:08 . Nú er búið að draga í riðla báða dagana og má sjá það á meðf skjölum
|
Laugardagur, 01. september 2018 16:36 |
Þá er fyrri deginum á SR OPEN og Bikarmóti STÍ lokið. Nokkrar myndir eru á FB síðu félagsins.
|
Fimmtudagur, 30. ágúst 2018 17:13 |
Um helgina verður Bikarmót STÍ og Reykjavík Open keyrð samhliða. Tímataflan er klár en keppt verður á velli 2. Lokað er á haglavöllum félagsins á laugardaginn vegna mótsins til kl.14Â Keppnisæfing kl.17-21 á föstudaginn.
|
Sunnudagur, 26. ágúst 2018 12:13 |
Norðurlandamótið í skotfimi var haldið í Osló, Noregi um helgina. Ísland sendi nokkra keppendur til leiks. Guðmundur Helgi Christensen keppti í 50 metra liggjandi riffli og lenti þar í 10.sæti með 613,8 stig. Hann keppti einnig í Þrístöðu riffli og lenti þar í 11.sæti með 1,086 stig. Íris Eva Einarsdóttir keppti í Loftriffli og lenti í 10.sæti með 591 stig.
Í haglabyssugreininni skeet varð Guðlaugur Bragi Magnússon í 10.sæti með 112 stig og Jakob Þ. Leifsson í 13.sæti með 107 stig. Í kvennaflokki varð Helga Jóhannsdóttir í 7.sæti með 93 stig og Dagný H. Hinriksdóttir í 8.sæti með 84 stig.
Í blandaðri liðakeppni komust Jakob (69) og Dagný (54) í úrslit með 123 stig og höfnuðu þar í 6.sæti. Árangur þeirra er nýtt Íslandsmet í blandaðri keppni. Þau Guðlaugur (67) og Helga (48) enduðu í 10.sæti með 115 stig.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 68 af 291 |