Mánudagur, 20. júlí 2015 12:07 |
Hlað heldur tvö mót á riffilvellinum á laugardaginn, 25. júlí nk. Hlað-Zeiss- og Big-bore mótin. Mótin verða haldin frá kl 10:00 til 14:00, og verður lokað fyrir aðra starfsemi í skotskýlinu á meðan. Opnað verður fyrir almenna notkunn í skýlinu kl 14:00. Allar upplýsingar um mótin er að finna á heimasíðu hlad.is og eða hjá Hlað.
Skráning í mótin fer fram í Hlað Bíldshöfða 12.
|
|
Sunnudagur, 28. júní 2015 19:37 |
Íslandsmethafinn Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur hafnaði í 11.sæti af 52 keppendum á Copenhagen Grand Prix mótinu í haglabyssugreininni skeet sem lauk í Kaupmannahöfn í dag. Hann náði 117 stigum af 125 mögulegum (23 25 23 24 22). 118 stig þurfti til að komast í úrslit þannig að litlu munaði að hann keppti til úrslita.
|
Laugardagur, 27. júní 2015 09:38 |
Um helgina fer fram Grand Prix mót í Kaupmannahöfn í haglabyssugreininni skeet og er Örn Valdimarsson þar á meðal keppenda.
|
Laugardagur, 27. júní 2015 08:46 |
Ásgeir Sigurgeirsson komst í úrslit í frjálsri skammbyssu og varð í 5.sæti á fyrstu Evrópuleikunum í Bakú í Azerbajan í síðustu viku. Eins keppti hann í loftskammbyssu og endaði þar í 22.sæti. Hákon Þ.Svavarsson keppti í haglabyssugreininni skeet og hafnaði í 28.sæti. Nánar á heimasíðu keppninnar hérna.
|
Laugardagur, 06. júní 2015 08:54 |
3.júní. Keppni er lokið í loftskammbyssu karla í Íþróttahúsinu Hátúni en þar stóð Monacobúinn, Boris Jeremenko uppi sem sigurvegari. Jeremenko tókst að komast upp fyrir Ívar Ragnarsson á síðustu skotunum en Ívar hafði verið í forystu megnið af lokakeppninni. Jeremenko skoraði 193,6 stig í lokakeppninni en Ívar 190.7. ívar hreppti því annað sætið í greininni en Thomas Viderö varð í þriðja sæti með 171,7 stig.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 115 af 293 |