|
Laugardagur, 16. maí 2015 19:01 |

   Guðmundur Helgi Christensen úr SR sigraði, með 613,2 stig, á Landsmóti STÍ í 50 metrum liggjandi en keppt var í fyrsta skipti úti, á svæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Vígðar voru nýju tölvubrautirnar frá SIUS sem verða notaðar á Smáþjóðaleikunum í byrjun Júní. Í örðu sæti varð Valur Richter úr SÍ með 607,9 stig og í 3ja sæti hafnaði Ívar Már Valsson úr SÍ með 601,6 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.800,2 stig en sveitina skipuðu Guðmundur Helgi, Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Kristinsson. Sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð önnur með 1.796,3 stig, en sveitna skipuðu Valur Richter, Ívar Valsson og Leifur Bremnes. Í kvennaflokki var einn keppandi, Jórunn Harðardóttir með 607,7 stig. Nokkrar myndir frá mótinu eru hérna.
|
Fimmtudagur, 14. maí 2015 15:43 |
Ásgeir Sigurgeirsson lauk keppni í frjálsu skammbyssunni í 24.sæti með 554 stig. Hann keppir svo í loftskammbyssu á mótinu á mánudaginn kl.14:15.
|
Miðvikudagur, 13. maí 2015 21:41 |
  
Keppt verður í 50 metra keppninni 60skot liggjandi með cal.22lr rifflum á Álfsnesi á laugardaginn. Notaðar verða nýju SIUS tölvugræjurnar sem verða notaðar á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. Keppni hefst kl.10:00, en keppendur eru 10 talsins þannig að aðeins er keppt í einum riðli. Lokað verður fyrir aðra skotfimi í riffilskýlinu á meðan keppni stendur yfir og þar til búnaðurinn hefur verið tekinn niður eftir keppnina.
|
Miðvikudagur, 13. maí 2015 21:07 |
Ásgeir Sigurgeirsson komst í gegnum niðurskurðinn á heimsbikarmótinu í USA í dag. Hann skaut 540 stig í frjálsu skammbyssunni og keppir því í aðalkeppninni á morgun.
|
Þriðjudagur, 12. maí 2015 22:31 |
Ásgeir Sigurgeirsson er nú kominn til USA nánar tiltekið á heimsbikarmótið í Fort Benning sem hefst á morgun. Hann keppir í frjálsri skammbyssu á miðvikudaginn að kl.15:45 að ísl.tíma og á fimmtudaginn kl.13:15 ef allt gengur að óskum. Mánudaginn 18.maí keppir hann svo í loftskammbyssu kl.14:15. Dagskrá mótsins er hérna
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 118 af 293 |